Stjórnarandstaðan muni styðja vantraust

Ekki liggur fyrir hversu margir meðfluttningsmenn verða með tillögunni.
Ekki liggur fyrir hversu margir meðfluttningsmenn verða með tillögunni. Samsett mynd/mbl.is/Kristinn

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, seg­ir að all­ir þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar sem hann hafi talað við ætli að styðja van­traust­stil­lögu gegn Svandísi Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra.

Eins og mbl.is greindi frá í gær þá mun Flokk­ur fólks­ins leggja fram van­traust­stil­lögu gegn Svandísi á morg­un þegar þing kem­ur sam­an.

„Ég tel all­ar lík­ur á því að stjórn­ar­andstaðan öll muni styðja van­traust­stil­lögu enda hef­ur verið litið svo á að at­kvæðagreiðsla um van­traust væri ein­fald­lega at­kvæðagreiðsla um hvort þú styðjir rík­is­stjórn og ráðherra eða ekki,“ seg­ir Sig­mund­ur og held­ur áfram:

„Það kæmi mér mjög mikið á óvart ef ein­hver úr stjórn­ar­and­stöðunni, í svona at­kvæðagreiðslu, lýsti yfir stuðningi við mat­vælaráðherr­ann með því að greiða at­kvæði gegn van­traust­stil­lögu.“ 

Ekki form­lega sam­mælst um niður­stöðu

Sig­mund­ur seg­ir að stjórn­ar­andstaðan hafi ekki með form­leg­um hætti sam­mælst um hvernig skuli kjósa en seg­ir hann þó að öll sam­töl sem hann hafi átt við þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar hafi verið á þann veg að stjórn­ar­andstaðan muni styðja van­traust­stil­lögu ef hún yrði lögð fram.

Ekki ligg­ur fyr­ir hversu marg­ir meðflutn­ings­menn verða með til­lög­unni en Sig­mund­ur seg­ir það ekki vera aðal­atriði. Flest­ir hafi þegar gert ráð fyr­ir því að hún yrði lögð fram. Sig­mund­ur seg­ir að þing­menn Miðflokks­ins muni styðja við van­traust­stil­lögu óháð tíma­setn­ingu.

„Ég hef nú svo sem áður sagt að ef rík­is­stjórn­in kæmi með ein­hvers kon­ar neyðarlög eða eitt­hvað sem hún vildi af­greiða á tveim­ur dög­um þá hefði mér þótt eðli­legt að klára það áður en farið yrði í van­traust­stil­lög­una. Hins veg­ar mega ekki at­b­urðir eins og þess­ir eða aðrir verða til þess að menn sleppi því að taka á því þegar ráðherra ekki aðeins brýt­ur lög, held­ur seg­ist mega gera það,“ seg­ir Sig­mund­ur.

Hann seg­ir að mál sem varða stuðning við Grind­vík­inga verði áfram unn­in þrátt fyr­ir til­lög­una.

mbl.is