„Um nóttina fæ ég símtal frá félaga mínum“

Bergþór virðir fyr­ir sér mál­verkið Tox­ic Milk sem kall­ast á …
Bergþór virðir fyr­ir sér mál­verkið Tox­ic Milk sem kall­ast á við hið víðfræga mál­verk Kjar­vals, Fjallamjólk. mbl.is/Brynjólfur Löve

„Þetta var tölu­vert áfall. Ég var reynd­ar á Íslandi þegar að ég fékk frétt­irn­ar af þessu,“ seg­ir listamaður­inn Bergþór Mort­hens er hann rifjar upp í Hring­ferðarviðtali Morg­un­blaðsins þegar fregn­ir bár­ust af því að vinnu­stofa hans í Svíþjóð væri brunn­in til kaldra kola í mars árið 2021.

Eng­an sakaði í brun­an­um en fjöl­mörg mál­verk Bergþórs, þar á meðal verk sem hann hafði unnið í meist­ara­námi sínu, glötuðust í eld­in­um.

„Um nótt­ina fæ ég sím­tal frá fé­laga mín­um sem til­kynnti mér það að vinnu­stof­an væri brunn­in og allt farið,“ seg­ir Bergþór.

Blaðamenn Morg­un­blaðsins sóttu vinnu­stofu Bergþórs heim í Tynes­ar­húsi á Sigluf­irði og tóku lista­mann­inn tali. Hlýða má á allt viðtalið á mbl.is og öll­um helstu hlaðvarps­veit­um. Í spil­ar­an­um hér að neðan má hlusta á þann tíma­punkt er talið berst að brun­an­um í Gauta­borg.

Mik­il sprengju­hætta

Bergþór lauk masters­námi í mynd­list í Gauta­borg árið 2015 og opnaði vinnu­stofu 2016 í stóru vöru­hús­næði í borg­inni. Fjór­um árum síðar, þann 27. mars 2021, brýst út eld­ur í bygg­ing­unni sem varð fljótt al­elda.

„Þeir í raun og veru tók ákvörðun um að vernda hús­in í kring af því að í þessu sama hús­næði voru þeir að fram­leiða tjöru og eld­ur­inn kem­ur upp þar. Það var nátt­úru­lega mik­il sprengju­hætta og elds­mat­ur þannig að í raun og veru var ekk­ert annað í stöðunni en að láta það brenna niður.“

Glötuðust mörg verk úr þínu höf­und­ar­verki í þess­um bruna?

„Ja, í raun og veru allt frá 2013 til 2021.“

Verk­in ný far­in úr húsi

Það var þó lán í óláni að Bergþór hafði ný­lega haldið sýn­ingu í Gauta­borg og seld­ust þar fjöldi verka úr hans smiðju.

„Sú sýn­ing var að klár­ast í janú­ar og þetta ger­ist í mars. Sem bet­ur fer seldi ég tölu­vert af verk­um en þau höfðu komið aft­ur í vinnu­stof­una en ég var ný­bú­inn að senda þau í burtu frá mér áður en ég fer til Íslands.“

Hér má líta hluta þeirra verka sem príða vinnustofu Bergþórs …
Hér má líta hluta þeirra verka sem príða vinnu­stofu Bergþórs á Sigluf­irði. mbl.is/​Brynj­ólf­ur Löve

Þetta redd­ast

Lít­ill tími gafst þó til að syrgja verk­in sem urðu eld­in­um að bráð. Næstu sýn­ing­ar voru á döf­inni og þurfti listamaður­inn að hafa hraðar hend­ur.

„Maður tek­ur þetta alltaf á ís­lensku hörk­unni, þetta redd­ast og held­ur áfram ein­hvern veg­inn,“ seg­ir Bergþór.

„Ég var strax að fara að taka þátt í sam­sýn­ingu í Lista­safn­inu á Ak­ur­eyri og ég var með tvö verk sem áttu að fara á þessa sýn­ingu sem brunnu. En sem bet­ur fer var hið frá­bæra fólk sem vinn­ur á Lista­safn­inu á Ak­ur­eyri til­búið að leyfa mér að vinna ný verk. Þannig ég þurfti eig­in­lega bara að fara í það verk­efni – að leysa það. Svo skömmu eft­ir það var ég með aðra sýn­ingu í Mal­mö þannig að þetta tíma­bil til þess að melta þetta ein­hvern veg­inn og meðtaka þetta hef­ur aldrei komið.“

Frels­is­hetj­an til bjarg­ar

En hvernig sæk­ir maður inn­blást­ur á svona stutt­um tíma?

„Það var rosa erfitt og þessi verk sem ég gerði þau vann ég á svöl­un­um hjá okk­ur í íbúðinni okk­ar í Gauta­borg.“

Bjarg­vætt­ur­inn í þess­um krefj­andi aðstæðum reynd­ist vera göm­ul þjóðhetja sem hef­ur fylgt Bergþóri frá ár­inu 2009, hann Jón Sig­urðsson. Hef­ur listamaður­inn 

„Og það lá bein­ast við að byrja þar,“ seg­ir Bergþór. „Ef ég er í ein­hverri krísu og ef það er eitt­hvað blokk í hug­mynda­vinnu þá ein­hvern veg­inn enda ég alltaf á Jóni.“

Jónarnir eru margir á vinnustofu Bergþórs og mis frýnilegir.
Jón­arn­ir eru marg­ir á vinnu­stofu Bergþórs og mis frýni­leg­ir. mbl.is/​Brynj­ólf­ur Löve
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: