„Við teljum að þetta sé alvarlegt“

Framsókn bíður eftir viðbrögðum frá VG. Búið er að boða …
Framsókn bíður eftir viðbrögðum frá VG. Búið er að boða vantrauststillögu sem verður yrði fram á morgun. Samsett mynd

Ingi­björg Isak­sen, þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar, seg­ir þing­menn Fram­sókn­ar enn bíða eft­ir viðbrögðum Vinstri grænna við áliti umboðsmanns Alþing­is. Ekki ligg­ur fyr­ir hvort að all­ir þing­menn Fram­sókn­ar muni verja Svandísi Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra gegn van­trausti.

„Við höf­um í raun­inni verið skýr í þessu máli frá upp­hafi. Þetta álit, eins og hef­ur komið fram, kom ekki á óvart því miður. Það var búið að benda á þetta, við vor­um búin að benda á þetta og aðrir aðilar. Við telj­um að þetta sé al­var­legt,“ seg­ir Ingi­björg í sam­tali við mbl.is og bend­ir á að Svandís sé að skoða málið ásamt ráðuneyti sínu.

„Þannig bolt­inn er þar og við ætl­um að sjá hvað set­ur. Það er ekki enn kom­in fram van­traust­stil­laga,“ seg­ir Ingi­björg.

Kalla eft­ir viðbrögðum frá VG

Flokk­ur fólks­ins mun á morg­un leggja fram van­traust­stil­lögu gegn Svandísi að sögn Ingu Sæ­land, for­manns Flokks fólks­ins. Þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins sagði í gær við mbl.is að bolt­inn væri hjá Vinstri græn­um og sagði að það væri gagn­rýn­is­vert hversu lang­an tíma það tæki fyr­ir Vinstri græna að „axla ábyrgð“.

Spurð að því hvort all­ir þing­menn Fram­sókn­ar muni verja Svandísi van­trausti ef að til at­kvæðagreiðslu kem­ur seg­ir Ingi­björg:

„Það fer bara eft­ir því hver at­b­urðarás­in verður núna næsta sól­ar­hring og sól­ar­hringa. Við höf­um beint þessu til Vinstri grænna og erum að kalla eft­ir viðbrögðum þaðan og það verður bara að sjá hvað ger­ist þar í fram­hald­inu.“

mbl.is