Leysa þarf unglingapartý Katrínar upp

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    „Það þarf að leysa upp þetta ung­língapartý, sko, það þarf að fá ein­hverja lands­móður eða -föður til að sker­ast í leik­inn.“

    Þetta seg­ir Ólöf Skafta­dótt­ir í þætt­in­um Spurs­mál­um þegar umræðan bein­ist að stöðu rík­is­stjórn­ar­inn­ar og hvernig henni geng­ur að koma mál­um í gegn­um þingið. Þar ræðir hún ásamt Birni Inga Hrafns­syni, fjöl­miðlamanni um pó­lí­tík­ina.

    Í dag verður lögð fram van­traust­stil­laga á Svandísi Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra í kjöl­far þess að umboðsmaður Alþing­is komst að þeirri niður­stöðu að hann hefði brotið lög þegar hún stöðvaði hval­veiðar fyr­ir­vara­laust síðastliðið sum­ar.

    Ráðherr­ar láta mál­in dangla

    „Tök­um sem dæmi, áður en það fór að gjósa um miðjan des­em­ber þá voru flug­um­ferðar­stjór­ar komn­ir í verk­fall og voru að valda mjög miklu tjóni gagn­vart ferðaþjón­ust­unni og flug­fé­lög­un­um á versta tíma. En ráðherr­arn­ir sögðu bara, ég krefst þess að menn nái sam­an. Sam­tök at­vinnu­lífs­ins hefðu getað gengið til samn­inga sama dag en þá hefðu all­ar hug­mynd­ir um þjóðarsátt verið al­gjör­lega út úr mynd­inni. Þannig að rík­is­stjórn­in þarf að tala eins og að hún hafi eitt­hvað um málið að segja,“ út­skýr­ir Björn Ingi.

    Og hann rifjar upp mál af áþekk­um toga fyr­ir rúm­um þrem­ur ára­tug­um síðan. Þá var annað hljóð í ráðamönn­um.

    „Og þá er frægt, held ég að hafi verið árið 1991 þegar flug­um­ferðar­stjór­ar voru í verk­falli og Davíð Odds­son, for­sæt­is­ráðherra, talaði við þá og sagði að ef þið hættið ekki þessu verk­falli strax þá setj­um við lög sem af­nema verk­falls­rétt­inn ykk­ar. Og þar með var fallið frá þessu. En hann gat talað sem for­sæt­is­ráðherra sem hafði eitt­hvað vald fyr­ir aft­an sig.“

    Viðtali við Björn Inga og Ólöfu má sjá og heyra í spil­ar­an­um hér fyr­ir neðan:

    mbl.is