Leggja til engar loðnuveiðar

Hafrannsóknarskipin mældu lítð af loðnu og telur Hafrannsóknastofnun ekki tilenfi …
Hafrannsóknarskipin mældu lítð af loðnu og telur Hafrannsóknastofnun ekki tilenfi til að breyta ráðgjöf sinni um engar loðnuveiðar þetta árið. mbl.is/Árni Sæberg

Lítð mæld­ist af loðnu í vetr­ar­leiðangri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og er því ekki til­efni til að breyta fyrri ráðgjöf stofn­un­ar­inn­ar um að eng­ar loðnu­veiðar verði stundaðar þessa vertíð. Talið er að mikl­ar lík­ur séu á að loðna sé enn und­ir haf­ísn­um norðvest­ur af Íslandi og er því gert ráð fyr­ir mæl­ing­um á ný í fe­brú­ar.

Ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar bygg­ir á mæl­ing­um sem gerðar voru af rann­sókn­ar­skip­un­um Bjarna Sæ­munds­syni og Árna Friðriks­syni ásamt loðnu­veiðiskip­un­um Pol­ar Ammassak og Ásgrími Hall­dórs­syni á tíma­bil­inu 16. til 23. janú­ar.

„Út af Aust­fjörðum varð ekki vart við loðnu og einnig mæld­ist lítið magn á norðaust­ur hluta svæðis­ins, en þetta eru þau svæði þar sem fremsta hluta loðnu­göng­unn­ar er jafn­an að finna á þess­um tíma. Mesti þétt­leiki full­orðinn­ar loðnu var í námunda við haf­ís­rönd­ina á svæðinu út af Horni og aust­ur að Kol­beins­eyj­ar­hrygg. Vest­an við það svæði var aðallega að finna ókynþroska loðnu. Miðað við þessa dreif­ingu má ætla að ís hafi komið í veg fyr­ir að náðst hafi að dekka allt út­breiðslu­svæði loðnunn­ar. Það magn sem mæld­ist nú af full­orðinni loðnu er aðeins um fjórðung­ur þess sem mæld­ist í haust,“ seg­ir í til­kynn­ingu á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Útbreiðsla loðnu í janúar samkvæmt bergmálsgildum. Árni Friðriksson rauður, Polar …
Útbreiðsla loðnu í janú­ar sam­kvæmt berg­máls­gild­um. Árni Friðriks­son rauður, Pol­ar Ammassak grænn, Bjarni Sæ­munds­son blár og Ásgrím­ur Hall­dórs­son bleik­ur. Mynd/​Haf­rann­sókna­stofn­un

Ný mæl­ing í fe­brú­ar

Kveðst stofn­un­in skipu­leggja mæl­ingu á ný í fe­brú­ar og eru bundn­ar von­ir við að loðnan verði geng­in und­an ísn­um eða ís­inn hafi hopað. Ná­kvæm­ar dag­setn­ing­ar um fram­haldið hafa ekki verið ákveðnar.

Upp­hafs­ráðgjöf fyr­ir vertíðina byggði á haust­mæl­ingu árs­ins 2022 og gaf hún ekki til­efni til að leggja til að loðnu­veiðar yrðu stundaðar á vertíðinni 2023/​2024. Sama niðurstaða fékkst í haust­mæl­ingu 2023 og í viðbót­ar­leiðangri í des­em­ber síðastliðnum.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is