Þarf nokkuð til að Íslendingar fái loðnukvóta

Á Margréti EA á síðustu loðnuvertíð. Ráðgjöf HAfrannsóknastofnunar þarf að …
Á Margréti EA á síðustu loðnuvertíð. Ráðgjöf HAfrannsóknastofnunar þarf að hkka umfram tæplega 39 þúsund tonn til að íslensku skipin geta fengið veiðiheimildir. Ljósmynd/Samherji

Verði ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar um eng­ar loðnu­veiðar breytt í kjöl­far mæl­inga í fe­brú­ar mun stofn­un­in þurfa að leggja til veiðar um­fram tæp 39 þúsund tonn til að ís­lensk skip fá nokkuð í sinn hlut. Ástæðan eru ákvæði fisk­veiðisamn­inga Íslands við önn­ur ríki.

Haf­rann­sókna­stofn­un til­ynnti í dag á vetr­ar­mæl­ing stofn­un­ar­inn­ar gæfi ekki til­efni til að breyta fyrri ráðgjöf um að eng­ar loðnu­veiðar yrðu stundaðar á vertíðinni 2023/​2024. Jafn­framt var sagt frá því að stefnt sé að því að halda til mæl­inga á ný í fe­brú­ar með von um að loðnan hafi komið und­an haf­ísn­um milli Græn­lands og Íslands eða að ísn­um hafi hopað.

Verði ráðgjöf­inni breytt í kjöl­far leiðang­urs­ins í fe­brú­ar er ekki endi­lega bú­ist við því að hún verði upp á marga fiska. Verði slík ráðgjöf til­tölu­lega lít­il má ætla að lítið, jafn­vel ekk­ert, af loðnu­kvóta rati til ís­lenskra út­gerða.

Norðmenn fá stór­an hlut við litla ráðgjöf

Þegar heild­ar­loðnu­kvóti hef­ur verið ákveðinn – sem er ávallt gert í sam­ræmi við ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar – fara 15% til Græn­lands sem út­hlut­ar þeim afla­heim­ild­um til þarlendra skipa. Þá fara 5% til Nor­egs auk u.þ.b. 31 þúsund tonn sem veitt er Norðmönn­um vegna samn­inga við Ísland um veiðar þess síðar­nefnda í Smugunni. Af því sem eft­ir er til skipt­anna renna 5% til Fær­eyja.

Þrátt fyr­ir veru­leg­an hlut norskra skipa eru veiðar þeirra tak­markaðar í samn­ing­um við ákveðin svæði, mega þau ekki veiða nema með nót og er veiðitíma­bil þeirra mun styttra en annarra skipa. Auk þess fá aðeins 30 norsk skip að vera í ís­lenskri lög­sögu á loðnu­veiðum og mega þau aðeins veiða norður fyr­ir 64.30 breidda­gráðu. Komið hef­ur fyr­ir að norsku skip­in ná ekki að veiða all­an þann kvóta sem þeim hef­ur verið út­hlutað og fell­ur þá það sem útaf stend­ur til ís­lenskra skipa.

Á grund­velli samn­ing­anna má ætla að heild­arkvóti í loðnu þurfi að ná 115 þúsund tonn­um til að Íslend­ing­ar fái 50% af út­hlutuðum afla­heim­ild­um, en ráðgjöf und­an­far­inna þriggja ára hef­ur verið tæp­lega 460 þúsund tonn vertíðina 2022/​2023, tæp­lega 870 þúsund tonn 2021/​2022 og rúm 127 þúsund tonn 2020/​2021. Tvætr vertíðir þar á und­an var loðnu­brest­ur.

mbl.is