Trump sigrar í New Hampshire

Stuðningsmenn Donalds Trumps fagna í kosningaherbúðum hans á Sheraton-hótelinu í …
Stuðningsmenn Donalds Trumps fagna í kosningaherbúðum hans á Sheraton-hótelinu í Nashua í New Hampshire. Trump hafði betur í forkosningunum, sem þar voru haldnar í gær, þriðjudag. AFP/Chip Somodevilla

Don­ald Trump bar sig­ur úr být­um í for­kosn­ing­un­um, sem haldn­ar voru í New Hamps­hire í gær, þriðju­dag. Frétta­veit­an AP greindi frá þessu skömmu eft­ir að kjör­stöðum í rík­inu var lokað klukk­an eitt í nótt eða klukk­an níu að staðar­tíma.

Sam­kvæmt töl­um, sem birt­ar voru í New York Times rétt í þessu, hafði Trump hlotið 53,5% at­kvæða og Nikki Haley, keppi­naut­ur hans, 45,5% at­kvæða þegar 30% at­kvæða höfðu verið tal­in. 

Haley óskaði Trump til ham­ingju með sig­ur­inn eft­ir að frétta­stof­ur helstu sjón­varps­stöðvanna höfðu lýst yfir sigri Trumps, en bætti við að hún væri hvergi hætt bar­áttu sinni til að verða for­setafram­bjóðandi Re­públi­kana í for­seta­kosn­ing­un­um, sem haldn­ar verða í Banda­ríkj­un­um í nóv­em­ber.

Trump sigraði fyr­ir viku í for­kosn­ing­um í Iowa. Til þessa hef­ur sig­ur Re­públi­kana í fyrstu tvennu for­kosn­ing­un­um í land­inu ávallt verið ávís­un á út­nefn­ingu þess fram­bjóðanda til fram­boðs fyr­ir hönd flokks­ins.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is