Um 93% skráð kílómetrastöðu

Kílómetrastaða ríflega 47 þúsund bíla hefur verið skráð.
Kílómetrastaða ríflega 47 þúsund bíla hefur verið skráð. mbl.is/sisi

Tæp­lega 93% þeirra sem eiga raf­magns-, vetn­is- og ten­gilt­vinn­bíla hafa skráð kíló­metra­stöðu á Is­land.is eða í Is­land.is app­inu. Kíló­metr­astaða ríf­lega 47 þúsund bíla hef­ur verið skráð.

„Um ára­mót­in tók gildi kíló­metra­gjald fyr­ir notk­un slíkra bíla og höfðu eig­end­ur og umráðaaðilar ákveðinn frest til að skrá kíló­metra­stöðuna. Sam­kvæmt hinum nýju lög­um verður lagt 20 þúsund króna van­skrán­ing­ar­gjald á þá sem ekki hafa skilað inn álestri þann 31. janú­ar,” seg­ir í til­kynn­ingu.

Kíló­metra­gjaldið bygg­ist á fjölda ek­inna kíló­metra og því munu þau greiða sem nota vega­kerfið. Gjaldið verður 6 kr/​km fyr­ir raf­magns- og vetn­is­bíla en 2 kr/​km fyr­ir ten­gilt­vinn­bíla.

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að stjórn­völd muni halda áfram að styðja við kaup á raf­magns- og vetn­is­bíl­um þó að form stuðnings­ins hafi breyst um ára­mót­in. Veitt­ur verður beinn stuðning­ur við kaup á slík­um bíl­um í stað íviln­un­ar í virðis­auka­skatti og mun Orku­sjóður ann­ast af­greiðslu styrkj­anna.

mbl.is