5 hlutir sem þú vissir ekki um Laufeyju

Laufey Lín er skærasta stjarna Íslands á sviði tónlistar og …
Laufey Lín er skærasta stjarna Íslands á sviði tónlistar og er tilnefnd til Grammy-verðlauna.

Söng­kon­an og laga­höf­und­ur­inn Lauf­ey Lín Jóns­dótt­ir hef­ur verið á sig­ur­för um heim­inn að und­an­förnu, en hún prýðir forsíðuna á nýj­asta tölu­blaði tíma­rits­ins Bill­bo­ard sem er eitt þekkt­asta tón­list­ar­tíma­rit í heimi. 

Á dög­un­um birt­ist mynd­band á TikT­ok-reikn­ingi Bill­bo­ard þar sem Lauf­ey seg­ir áhorf­end­um frá fimm hlut­um sem þeir vissu ekki um hana.

5 hlut­ir sem þú viss­ir ekki um lauf­eyju

  1. Lauf­ey er ekki hrif­in af súr­um gúrk­um. 
  2. Hún æfði list­skauta og ball­ett á sín­um yngri árum. 
  3. Hana dreym­ir um að semja James Bond lagið.
  4. Hún lærði dönsku í sjö ár.
  5. Lauf­eyju lang­ar að læra að spila á trom­pet. 
mbl.is