Söngkonan og lagahöfundurinn Laufey Lín Jónsdóttir hefur verið á sigurför um heiminn að undanförnu, en hún prýðir forsíðuna á nýjasta tölublaði tímaritsins Billboard sem er eitt þekktasta tónlistartímarit í heimi.
Á dögunum birtist myndband á TikTok-reikningi Billboard þar sem Laufey segir áhorfendum frá fimm hlutum sem þeir vissu ekki um hana.