Fimm manns frá héraðssaksóknara staddir í Namibíu

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari.
Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fimm starfs­menn frá embætti héraðssak­sókn­ara eru nú stadd­ir í Namib­íu.

Ólaf­ur Þór Hauks­son héraðssak­sókn­ari staðfesti það í stuttu sam­tali við mbl.is, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um til­gang ferðar­inn­ar eða er­indi starfs­mann­anna þar í landi.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins eru starfs­menn­irn­ir stadd­ir í Wind­hoek, höfuðborg Namib­íu.

Gera má ráð fyr­ir að ferðin teng­ist rann­sókn embætt­is­ins á meint­um brot­um út­gerðarfé­lags­ins Sam­herja. Héraðssak­sókn­ari hef­ur haft málið til rann­sókn­ar í rúm fjög­ur ár.

Átta með rétt­ar­stöðu sak­born­ings

Vitað er að héraðssak­sókn­ari óskaði eft­ir upp­lýs­ing­um með rétt­ar­beiðni til yf­ir­valda í Namib­íu í lok árs 2022. Áður höfðu rétt­ar­beiðnir frá Nor­egi og Spáni verið af­greidd­ar, en þær voru mun minni í sniðum.

Ólaf­ur Þór sagði í sam­tali við mbl.is í nóv­em­ber 2022 að rann­sókn­in væri vel á veg kom­in. Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is hef­ur eng­inn verið boðaður í skýrslu­töku hér á landi síðan þá, en átta manns hafa haft rétt­ar­stöðu sak­born­ings í mál­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina