Hefði ekki varið ráðherra vantrausti

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Teit­ur Björn Ein­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, seg­ir að stjórn­sýsla mat­vælaráðherra við setn­ingu hval­veiðibanns hafi verið óverj­andi. Hann geti ekki og gæti ekki varið hana.

    Þetta kem­ur fram í þætti Dag­mála, streymi Morg­un­blaðsins á net­inu, sem opið er áskrif­end­um.

    Þau Teit­ur og Þor­björg S. Gunn­laugs­dótt­ir, þingmaður Viðreisn­ar, ræða þar helstu verk­efn­in sem við blasa á Alþingi og einnig hið boðaða van­traust á hend­ur Svandísi Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra, sem dregið var til baka eft­ir að hún greindi frá veik­ind­um sín­um.

    Hvor­ugt þeirra tel­ur málið út­rætt, það snúi að al­var­leg­um ágöll­um á stjórn­sýslu ráðherr­ans, sem hafi farið út fyr­ir ramma lag­anna. Það þurfi að hafa ein­hverj­ar af­leiðing­ar. Yf­ir­lýs­ing Svandís­ar á mánu­dags­morg­un hafi ekki borið vott um neitt slíkt og valdið mikl­um von­brigðum.

    Teitur Björn segir að stjórnsýsla matvælaráðherra við setningu hvalveiðibanns hafi …
    Teit­ur Björn seg­ir að stjórn­sýsla mat­vælaráðherra við setn­ingu hval­veiðibanns hafi verið óverj­andi. Sam­sett mynd

    Ákveðin að verja ráðherra ekki

    Þor­björg seg­ir að hún hafi verið búin að gera upp við sig að greiða at­kvæði með van­traust­inu, ekki aðeins vegna mála­til­búnaðar Svandís­ar, held­ur ekki síður þeirra svara sem á eft­ir sigldu og bentu til þess að hún hefði lagt hval­veiðibannið á gegn betri vit­und og í trássi við lög.

    Teit­ur seg­ir að hans afstaða hafi legið skýr fyr­ir frá upp­hafi og hann hafi ekki dregið dul á hana. Fram­ganga ráðherr­ans hafi verið óverj­andi og hann gæti ekki varið hið óverj­an­lega.

    Í þætt­in­um bar margt fleira á góma, svo sem aðgerðir vegna ham­far­anna í Grinda­vík, rík­is­fjár­mál, kjara­samn­ing­ar, orku­mál og út­lend­inga­mál.

    Áskrif­end­ur geta horft á þátt­inn all­an með því að smella hér.

    mbl.is