Hvalur hf. vill krefja ríkið um skaðabætur

Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf.
Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hval­ur hf. tel­ur ein­sýnt að fé­lagið eigi skaðabóta­kröfu á hend­ur ís­lenska rík­inu vegna þess fjár­tjóns sem fé­lagið varð fyr­ir vegna hins ólög­lega banns sem Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra lagði við hval­veiðum sl. sum­ar, bæði á sak­ar­grund­velli sem og á hlut­læg­um grunni.

Svo seg­ir í bréfi sem lögmaður Hvals hef­ur sent rík­is­lög­manni, þar sem óskað er eft­ir viðræðum við ríkið um bóta­upp­gjör og Morg­un­blaðið hef­ur und­ir hönd­um.

Eðli­legt að full­trú­ar stétt­ar­fé­laga komi að

Í bréf­inu seg­ir að fyr­ir­tækið sé jafn­framt til viðræðu um að aðilar komi sér sam­an um aðila sem fengn­ir væru til að leggja mat á tjón fé­lags­ins í formi ut­an­mats­rétt­ar­gerðar án þess þó að bind­andi væri fyr­ir hvorn aðila.

Jafn­framt tel­ur Hval­ur að eðli­legt sé að full­trú­ar þeirra stétt­ar­fé­laga sem hlut eigi að máli hafi aðkomu að viðræðunum til að gæta hags­muna skjól­stæðinga sinna. Þau fé­lög sem um ræðir eru Verka­lýðsfé­lag Akra­ness og Fé­lag skip­stjórn­ar­manna.

Ítar­leg­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu á morg­un, föstu­dag.

mbl.is