Masterson neitað um lausn úr fangelsi

Danny Masterson varð frægur þegar hann lék Steven Hyde í …
Danny Masterson varð frægur þegar hann lék Steven Hyde í þáttaröðinni That '70s Show. AFP

Banda­ríska leik­ar­an­um Danny Master­son var í gær­dag neitað um lausn gegn trygg­ingu úr fang­elsi í dómsal í Los Ang­eles. Lög­menn hans freistuðu þess að fá hann laus­an úr haldi á meðan unnið er að end­urupp­töku máls­ins. Master­son var dæmd­ur í 30 ára fang­elsi snemma í sept­em­ber á síðasta ári fyr­ir að nauðga tveim­ur kon­um snemma á þess­ari öld. 

Í úr­sk­urði kem­ur fram að helsta ástæða þess að beiðni Master­son hafi verið neitað sé sú að hann sé tal­inn lík­leg­ur til að flýja. „Í ljósi þess að sak­born­ing­ur á ekki eig­in­konu til að snúa aft­ur heim til, hef­ur hann nú alla hvata til að flýja,“ sagði Char­laine Ol­medo, hæsta­rétt­ar­dóm­ari í Los Ang­eles. Hún tók það einnig fram að leik­ar­inn muni að öll­um lík­ind­um eyða ára­tug­um ef ekki ævi sinni í fang­elsi verði úr­sk­urður staðfest­ur. 

Master­son var dæmd­ur fyr­ir að nauðga tveim­ur kon­um á heim­ili sínu í Hollywood Hills árin 2001 og 2003. Hann var einnig kærður fyr­ir að nauðga einni ann­arri konu en kviðdóm­ur­inn taldi sönn­un­ar­gögn­in ekki sann­fær­andi. Sak­sókn­ari sagði Master­son hafa byrlað kon­un­um og síðan beitt þær of­beldi. 

Eig­in­kona Master­son, leik­kon­an Bijou Phil­ips, sótti um skilnað stuttu eft­ir að leik­ar­inn var sak­felld­ur. Fyrr­ver­andi hjón­in eiga eina unga dótt­ur. 

mbl.is