„Þetta er áfall fyrir okkur“

Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, telur líklegt að loðna finnist …
Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, telur líklegt að loðna finnist í febrúar en að vertíðin verður lítil. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson.

Fátt bend­ir til þess að loðnu­vertíð verði í vet­ur þar sem lítið mæld­ist af loðnu í vetr­ar­leiðangri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Mikið er í húfi en hefðbund­in loðnu­vertíð gæti skilað 20 til 40 millj­örðum í út­flutn­ings­verðmæti. Stefnt er að því að halda til mæl­inga á ný í fe­brú­ar, en lít­il vertíð gæti þýtt að aðeins er­lend­um skip­um verði út­hlutað kvóta.

„Ég held að það finn­ist loðna“

„Það er auðvitað ekki gott að lítið hafi fund­ist, en í fyrra kom loðnu­gang­an mjög seint. Ég held að það finn­ist loðna en það er vont þegar það ger­ist seint,“ seg­ir Sig­ur­geir B. Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar, um niður­stöðu mæl­inga Haf­rann­sókna­stofn­un­ar 16. til 23. janú­ar.

„Það eru lang­mest­ar lík­ur á að þetta verði lít­ill kvóti og þá fer tölu­vert til annarra þjóða, sér­stak­lega til Norðmanna. Þetta er áfall fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Sig­ur­geir. Sam­kvæmt fisk­veiðisamn­ing­um Íslend­inga við Græn­lend­inga, Norðmenn og Fær­ey­inga fara tölu­verðar heim­ild­ir til þess­ara ríkja, sér­stak­lega Norðmanna.

Það þarf því að gefa út loðnu­kvóta um­fram tæp 39 þúsund tonn áður en Íslend­ing­ar byrja að fá hlut­deild í veiðunum. Bend­ir Sig­ur­geir þó á að einn samn­ing­anna sem um ræðir renni út síðar á þessu ári.

Ávallt viðbúin vertíð

Óháð því hvaða vís­bend­ing­ar komu úr fyrri mæl­ing­um á loðnu­stofn­in­um þarf alltaf að gera allt klárt fyr­ir vertíð, út­skýr­ir hann, enda dýrt að geta ekki hafið veiðar um leið og færi gefst.

Spurður hvort loðnu­brest­ur eða jafn­vel það að vertíðin verði lít­il hafi mik­il áhrif, svar­ar hann því ját­andi.

„Auðvitað hef­ur þetta hell­ings áhrif. Áhrif á vakt­ir og þar með tekj­ur fólks. Þetta hef­ur mik­il áhrif í öll­um þeim sveit­ar­fé­lög­um þar sem loðnan er fyr­ir­ferðar­mik­il eins og í Vest­manna­eyj­um og á Aust­fjörðum.“

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Upp­fært 25.01 klukk­an 17:08: upp­haf­lega sagði að Smugu­samn­ing­ur­inn myndi renna út und­ir lok þessa árs, en það eru samn­ing­ar um hlut­deild­ir ríkja í loðnu­veiðum sem renn­ur út. Frétt­in hef­ur verið upp­færð mwð til­liti til þess.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina