Valentínusarhjarta sagt líkjast öðru

Ekkert segir ást eins og súkkulaði og hnetusmjör.
Ekkert segir ást eins og súkkulaði og hnetusmjör. Samsett mynd

Á dög­un­um kom á markað árstíðabund­in vara í versl­an­ir víðs veg­ar um Banda­rík­in. Var­an er frá The Hers­hey Comp­any sem hef­ur verið leiðandi sæl­gæt­is­fram­leiðandi til fjölda ára. Um er að ræða bleikt súkkulaðihjarta þar sem Valentínus­ar­dag­ur­inn er rétt hand­an við hornið.

Kær­leiks­ríki súkkulaðimol­inn hef­ur vakið mik­inn áhuga og hlotið mikla um­fjöll­un á sam­fé­lags­miðlum þar sem flest­ir sjá allt annað en hjarta. 

Bleiki súkkulaðimol­inn, sem fæst einnig með hvítu súkkulaði og mjólk­ursúkkulaði, er sagður líkj­ast pung, það er þegar hon­um hef­ur verið snúið á hvolf.

Net­verj­ar hafa marg­ir birt mynd­ir af sæl­gæt­inu og gant­ast. 

„Reese´s hélt að þessi bleiku hjörtu yrðu sæt, en ég held að þetta sé ekki al­veg að virka,“ skrifaði einn við færslu á sam­fé­lags­miðlin­um X. 

„Þessi bleiku Valentínus­ar­hjörtu eru svo sann­ar­lega...eitt­hvað,“ skrifaði ann­ar. 

mbl.is