Á dögunum kom á markað árstíðabundin vara í verslanir víðs vegar um Bandaríkin. Varan er frá The Hershey Company sem hefur verið leiðandi sælgætisframleiðandi til fjölda ára. Um er að ræða bleikt súkkulaðihjarta þar sem Valentínusardagurinn er rétt handan við hornið.
Kærleiksríki súkkulaðimolinn hefur vakið mikinn áhuga og hlotið mikla umfjöllun á samfélagsmiðlum þar sem flestir sjá allt annað en hjarta.
Bleiki súkkulaðimolinn, sem fæst einnig með hvítu súkkulaði og mjólkursúkkulaði, er sagður líkjast pung, það er þegar honum hefur verið snúið á hvolf.
Netverjar hafa margir birt myndir af sælgætinu og gantast.
„Reese´s hélt að þessi bleiku hjörtu yrðu sæt, en ég held að þetta sé ekki alveg að virka,“ skrifaði einn við færslu á samfélagsmiðlinum X.
Reese's thought pink hearts would be cute, but I think they missed the mark on this one. pic.twitter.com/OXYNBEmO0j
— Jeremy Hartley (@IDNTKWU) January 24, 2024
„Þessi bleiku Valentínusarhjörtu eru svo sannarlega...eitthvað,“ skrifaði annar.
The pink Reese’s valentines hearts are…something pic.twitter.com/vyLNNMiq2J
— RB (@jrbrowntx) February 9, 2023