20 þúsund tonn af kolmunna frá áramótum

Beitir NK í ólgusjó. Veður á kolmunnaviðunum við Færeyjar hefur …
Beitir NK í ólgusjó. Veður á kolmunnaviðunum við Færeyjar hefur verið slæmt og ekki hefur verið mögulegt að halda áfram veiðum í bili. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Helgi Freyr Ólason

Það sem af er ári hafa fiski­mjöl­verk­smiðjur Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað og á Seyðis­firði tekið við tæp­lega 20 þúsund tonn­um af kol­munna. Til Nes­kaupstaðar hafa borist um 9.700 tonn og til Seyðis­fjarðar um 9.800 tonn, að því er fram kem­ur í færslu á vef út­gerðar­inn­ar.

„Hrá­efnið sem skip­in hafa fært okk­ur hef­ur verið afar gott og þar af leiðandi eru afurðirn­ar í háum gæðaflokki,“ seg­ir Hafþór Ei­ríks­son, rekstr­ar­stjóri fiski­mjöls­verk­smiðjanna, í færsl­unni.

Eggert Ólaf­ur Ein­ars­son, verk­smiðju­stjóri á Seyðis­firði, kveðst einnig ánægður með hrá­efnið. „Verk­smiðjan hér hef­ur rúllað af­skap­lega vel. Við ger­um ráð fyr­ir að þess­ari lotu kol­munna­veiðanna fari að ljúka en síðasta lönd­un­in úr sam­bæri­legri lotu í fyrra hjá okk­ur var 29. janú­ar.“

Veiðar fjarað út

Upp­sjáv­ar­skip Síld­ar­vinnsl­unn­ar voru í gær öll kom­in til lönd­un­ar, en dregið hef­ur úr kol­munna­veiðum vegna veðurs sem hef­ur verið mjög slæmt í fær­eysku lög­sög­unni þar sem veiðar fara fram.

Tókst Beiti NK að ná 320 tonna holi áður en haldið var til hafn­ar og kom skipið til Nes­kaupstaðar með tæp­lega 900 tonn í gær, en miðviku­dag kom Barði NK þangað með 800 tonn. Börk­ur NK að landaði tæp­lega 1.800 tonn­um á Seyðis­firði í gær.

Fleiri skip hafa hætt kol­munna­veiðum vegna veðurs og óvíst hvenær verður haldið til veiða á ný, en tölu­vert er eft­ir af ónýtt­um kvóta sem stend­ur.

mbl.is