77% vilja engan af forsetaframbjóðendunum

Bessastaðir.
Bessastaðir. mbl.is/Árni Sæberg

77% þjóðar­inn­ar vilja eng­an af þeim for­setafram­bjóðend­um sem þegar hafa boðið sig fram til for­seta Íslands. Flest­ir vilja þó Sig­ríði Sig­ríði Hrund Pét­urs­dótt­ur, fjár­festi og fyrr­ver­andi for­seta Fé­lags kvenna í at­vinnu­líf­inu, eða 8% svar­enda.

Þetta kem­ur fram í net­könn­un Pró­sents sem fram­kvæmd var dag­ana 16.-24. janú­ar. Tvær spurn­ing­ar voru lagðar fyr­ir í könn­un­inni. Ann­ars veg­ar var spurt op­inn­ar spurn­ing­ar um hvern svar­end­ur vildu að yrði næsti for­seti Íslands. Hins veg­ar var spurt um viðhorf til þeirra ein­stak­linga sem þegar hafa til­kynnt um fram­boð sitt.

Sig­ríður hef­ur mesta fylgið

Fimm ein­stak­ling­ar hafa þegar til­kynnt um fram­boð sitt. Ljóst er að 77% þjóðar­inn­ar vilja eng­an af þeim fram­bjóðend­um. Mest fylgi hef­ur Sig­ríður sem fékk 8% svara, þar næst Arn­ar Þór Jóns­son, hæsta­rétt­ar­lögmaður og fyrr­ver­andi varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem fékk 6%.

Loks er það Tóm­as Logi Hall­gríms­son björg­un­ar­sveit­armaður sem fékk 5% svara, Ástþór Magnús­son, viðskiptamaður og fyrr­um for­setafram­bjóðandi, var með 3% og Axel Pét­ur Ax­els­son, þjóðfé­lags­verk­fræðing­ur, með 1%.

77% svarenda vill engan af frambjóðendunum.
77% svar­enda vill eng­an af fram­bjóðend­un­um. Graf/​Pró­sent

Vilja Guðna áfram

Í svör­um við opnu spurn­ing­unni má sjá að marg­ir vilja að Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, bjóði sig aft­ur fram, eða 9% svar­enda. Þá vilja 4% svar­enda að Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra bjóði sig fram og 3% að Halla Tóm­as­dótt­ir, for­stjóri B team og fyrr­ver­andi for­setafram­bjóðandi, bjóði sig fram.

9% vill að Guðni Th. bjóði sig aftur fram til …
9% vill að Guðni Th. bjóði sig aft­ur fram til embætt­is for­seta. Graf/​Pró­sent

Öll hafa þau til­kynnt að þau hafi ekki í hyggju að bjóða sig fram til embætt­is for­seta Íslands. Það gerði Guðni í ný­ársávarpi sínu þegar hann kvaðst ekki gefa kost á sér til embætt­is for­seta á ný. Þann sama dag sagðist Katrín brenna fyr­ir því sem hún ger­ir og því hefði hún ekki hugsað sér til hreyf­ings.

Halla er því sú eina sem enn kem­ur til greina því hún sagðist ætla að gefa sér tíma til að hugsa málið vand­lega. Það skrifaði hún í Face­book-færslu í byrj­un janú­ar, þar sem hún sagðist ekk­ert hafa velt for­setafram­boði fyr­ir sér.

mbl.is