#9 Verkfallsaðgerðir í undirbúningi?

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 1:09:14
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 1:09:14
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Starfs­greina­sam­bands Íslands og Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, var aðalviðmæl­andi Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar í ní­unda þætti af Spurs­mál­um sem sýnd­ur var í beinu streymi hér á mbl.is kl. 14.

Upp­töku af þætt­in­um má sjá í spil­ar­an­um hér að neðan og er hún aðgengi­leg­ öll­um.

​ Ásthild­ur Hann­es­dótt­ir ​

Mik­ill hiti hef­ur færst í kjara­deilu breiðfylk­ing­ar stétt­ar­fé­laga á al­menna vinnu­markaðnum og Sam­taka At­vinnu­lífs­ins síðustu daga. Í vik­unni slitnaði upp úr kjaraviðræðum samn­ingsaðila og hef­ur deil­unni verið vísað til rík­is­sátta­semj­ara.

Vil­hjálm­ur hef­ur borið mik­inn hita og þunga af deil­unni fyr­ir hönd breiðfylk­ing­ar­inn­ar og sat hann fyr­ir svör­um um þau mál og for­sendu­ákvæði sem samn­ingsaðilum helst grein­ir á um, hvers sé að vænta af rík­is­sátta­semj­ara og hvort verk­fallsaðgerðir séu í aðsigi.

Harka færðist í leik­inn þegar Vil­hjálm­ur var spurður spjör­un­um úr um nýj­ustu vend­ing­ar í kjara­mál­un­um. Sjón er sögu rík­ari.

Tæpitungu­laus umræða og frétt­ir vik­unn­ar

Þá mættu þau Dag­björt Há­kon­ar­dótt­ir, þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Her­mann Guðmunds­son, for­stjóri Kemi, í settið og rýndu helstu frétt­ir vik­unn­ar und­ir stjórn Stef­áns Ein­ars. Af nógu var að taka í þeim efn­um og sköpuðust ansi líf­leg­ar og bein­skeytt­ar umræður í kjöl­farið.

Fylgstu með spenn­andi sam­fé­lags­um­ræðu í Spurs­mál­um alla föstu­daga kl. 14 hér á mbl.is.

Vilhjálmur Birgisson, Dagbjört Hákonardóttir og Hermann Guðmundsson eru gestir Stefáns …
Vil­hjálm­ur Birg­is­son, Dag­björt Há­kon­ar­dótt­ir og Her­mann Guðmunds­son eru gest­ir Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar í Spurs­mál­um dags­ins. Sam­sett mynd
mbl.is