Kjaramálin brotin til mergjar

Vilhjálmur Birgisson er aðalgestur Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum í …
Vilhjálmur Birgisson er aðalgestur Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum í dag. Samsett mynd

Búast má við hörku umræðu um stöðuna sem upp er komin í kjaraviðræðum breiðfylkingar og Samtaka Atvinnulífsins þegar Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, verður spurður spjörunum úr um deiluna í beinu streymi í níunda þætti Spursmála. Kjarabaráttan tók heldur betur viðsnúning í vikunni þegar henni var vísað til ríkissáttasemjara.

Þátturinn verður sýndur í beinu streymi hér á mbl.is kl. 14 í dag.

Dagbjört Hákonardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, og Hermann Guðmundsson, forstjóri Kemi, mæta einnig í settið til fara yfir helstu fréttir vikunnar undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar, en af nógu er að taka þegar rýnt er í stóru mál líðandi viku. 

Ekki missa af beinskeyttri og líflegri samfélagsumræðu í Spursmálum með Stefáni Einari alla föstudaga kl. 14 á mbl.is.

mbl.is