Bakki með samfelldri snjókomu stefnir nú óðfluga á suðvestanvert landið. Reiknað er með takmörkuðu skyggni á meðan bakkinn gengur yfir.
Á höfuðborgarsvæðinu má gera ráð fyrir að hann verði á ferðinni milli klukkan 8 og 10.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar. Ástæða er til að brýna vegfarendur að fara að öllu með gát.
Segir í tilkynningunni að búast megi við ekki ósvipaðri færð og ökumenn máttu kynnast í síðdegisumferðinni í gær.