Holtavörðuheiði gæti lokast með stuttum fyrirvara

Frá hringveginum fyrir norðan heiðina. Mynd er úr safni.
Frá hringveginum fyrir norðan heiðina. Mynd er úr safni. mbl.is/Halldór Kr. Jónsson

Óvissustig er í gildi á Holtavörðuheiði vegna veðurs. Vegagerðin varar við því að heiðin gæti lokast með stuttum fyrirvara á meðan versta veðrið gengur yfir í dag.

Allhvass vindur gengur yfir fyrripartinn í dag með dimmum éljum. Veðurstofa Íslands varar við lélegu skyggni og erfiðum akstursskilyrðum.

Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, Faxaflóa og í Breiðafirði vegna suðvestan hríðar.

Viðvaranirnar eru í gildi til klukkan 15 á Suðurlandi, 16 á Faxaflóa og 17 í Breiðafirði.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is