„Fólk sá ekki ástæðu til að mennta sig“

Kjartan Kjartansson og Páll Ketilsson eru æskuvinir og ólust upp …
Kjartan Kjartansson og Páll Ketilsson eru æskuvinir og ólust upp í Keflavík þegar varnarliðið hafði enn mikil áhrif á samfélagið. mbl.is/Brynjólfur Löve

„Það er kannski staðreynd sem gleym­ist er að varn­ar­liðið var greiða mjög há laun,“ seg­ir Páll Ket­ils­son, rit­stjóri Vík­ur­frétta, er rætt er um hvernig mennt­un­arstigið hef­ur hækkað og sam­fé­lagið þró­ast á Suður­nesj­um. 

„Fólk sá enga ástæðu til að fara mennta sig meira, marg­ir voru á svo fín­um laun­um. Mjög marg­ir hættu að vinna á há­degi á föstu­dög­um sem dæmi, það voru marg­ir kost­ir og varn­ar­liðið var mjög góður vinnu­veit­andi,“ held­ur Páll áfram og rek­ur áhrif hers­ins á sam­fé­lagið í Kefla­vík og Njarðvík. 

Páll er, ásamt æsku­vini sín­um, Kjart­ani Kjart­ans­syni bæj­ar­stjóra Reykja­nes­bæj­ar, gest­ur í Hring­ferðar­hlaðvarpi Morg­un­blaðsins.

„Þú þurft­ir ekki þannig séð, í þorra starfa hjá varn­ar­liðinu, ein­hverja mikla mennt­un eða ein­hverja há­skóla­mennt­un. Það var ekki gerð krafa um það því af því að varn­ar­liðið eins og her­ir al­mennt gera, þjálfa sitt fólk eft­ir sinni hug­mynda­fræði og í sín­um verk­um,“ seg­ir Kjart­an.

Mikið áunn­ist  

Tím­arn­ir hafa breyst og her­inn fór árið 2006. Páll og Kjart­an segja brott­hvarf hers­ins hafa haft mik­il áhrif.

„Það hef­ur verið unnið mikið í því að auka og bæta mennt­un­arstigið, bæði með stofn­un fjöl­braut­ar­skól­ans,“ seg­ir Kjart­an og nefn­ir einnig stofn­un Keil­is. 

„Það hef­ur gríðarlega mikið áunn­ist í þess­um mál­um og mennt­un­arstigið er orðið miklu betra,“ seg­ir Kjart­an.

Páll tek­ur und­ir það og seg­ir að það sem hafi líka breyst er að nú eru fyr­ir­tæki á svæðinu sem vilja ráða fólk með ákveðna há­skóla­mennt­un. Nú fari því fólk í há­skóla­nám og á kost að flytja aft­ur til Reykja­nes­bæj­ar. 

Þátt­ur­inn er aðgengi­leg­ur á Spotify og í spil­ar­an­um hér að neðan.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: