Meiri loðna enn á huldu?

Loðnuskipið Svanur RE á siglingu á síðustu vertíð. Enn er …
Loðnuskipið Svanur RE á siglingu á síðustu vertíð. Enn er ekki öll von úti um að vertíð verði í ár. mbl.is/Börkur Kjartansson

Vænt­ing­ar voru um 200 þúsund tonna loðnu­vertíð þenn­an vet­ur­inn á grund­velli mæl­inga haustið 2022. Síðan hef­ur þó ekki tek­ist að mæla loðnu í nægi­legu magni til að Haf­rann­sókna­stofn­un geti mælt með veiðum. Óvana­legt er að loðnan hafi ekki hafið göngu sína í kring­um Ísland og eru tald­ar lík­ur á að loðna leyn­ist und­ir haf­ís við Græn­land, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu í laug­ar­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

„Síðasta haust mæld­um við 324 þúsund tonn af kynþroska loðnu en núna [í janú­ar] vor­um við bara að sjá fjórðung af því. Þannig að við eig­um von á því að það er meira magn ein­hvers staðar og það er ekk­ert úti­lokað að við gæt­um séð jafn­vel meira, því þess­ar mæl­ing­ar okk­ar eru alltaf spár þar sem við vit­um ekki ná­kvæm­lega hve mikið magnið er,“ seg­ir Birk­ir Bárðar­son, fiski­fræðing­ur og verk­efna­stjóri loðnu­mæl­inga Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Kort/​mbl.is

Til­kynnt var á miðviku­dag að Haf­rann­sókna­stofn­un myndi ekki mæla með veiðum á loðnu þenn­an vet­ur­inn á grund­velli janú­ar­mæl­inga, en fram kom að haf­ís hefði komið í veg fyr­ir að hægt væri að mæla á öllu út­breiðslu­svæði loðnunn­ar. Því er stefnt að því að halda til mæl­inga á ný í fe­brú­ar.

„Við þurf­um ekki að horfa lengra aft­ur en í fyrra, þá fór­um við í síðbúna mæl­ingu í fe­brú­ar ein­mitt út af því að við náðum ekki nægi­lega góðri yf­ir­ferð vegna ís. Þá kom mikið inn­skot loðnu á svæði út af norðvest­ur­landi við Húna­flóa og var mjög mikið magn sem gekk upp á grunn­inn þar, sem var óvenju­legt og var stór viðbót við mæl­ing­una það árið. At­b­urðir af þess­um toga hafa gerst og geta gerst aft­ur,“ seg­ir Birk­ir.

Frétta­skýr­ing­una má lesa í heild í laug­ar­dags­blaði Morg­un­blaðsins eða hér.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina