Háværar raddir sem töluðu gegn sameiningu

Kjartan Kjartansson og Páll Ketilsson eru gestir í Hringferðarhlaðvarpi Morgunblaðsins.
Kjartan Kjartansson og Páll Ketilsson eru gestir í Hringferðarhlaðvarpi Morgunblaðsins. mbl.is/Brynjólfur Löve

„Ef þú ert Kefl­vík­ing­ur ferðu ekk­ert út í Njarðvík og ef þú ert Njarðvík­ing­ur ferðu ekk­ert út í Kefla­vík,“ seg­ir Kjart­an Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar, um þann hreppar­íg sem ríkti er sam­eina átti Kefla­vík, Njarðvík og Hafn­ir í það sveit­ar­fé­lag sem Kjart­an nú stýr­ir.  

Kjart­an var í bæj­ar­póli­tík­inni þegar sam­ein­ing­in átti sér stað, 11. júní árið 1994. 

„Vin­ur minn og frá­far­andi bæj­ar­stjóri ný­lát­inn Ell­ert heit­inn Ei­ríks­son, sem var bæj­ar­stóri á þeim tíma, hann talaði alltaf um það, ég var í bæj­ar­stjórn hér á þess­um tíma, hann talaði alltaf um það að þetta tæki þrjár, að minnsta kosti sagði Ell­ert heit­inn, að minnsta kostið þrjár kyn­slóðir að ganga í gegn. Ég held það sé rétt hjá hon­um. Það voru há­vær­ar radd­ir sem töluðu gegn sam­ein­ingu, bæði þegar hún átti sér stað og nokk­ur ár á eft­ir. Nú heyr­ir maður það ekki,“ seg­ir Kjart­an í Hring­ferðar­hlaðvarpi Morg­un­blaðsins. 

Æsku­vin­irn­ir Kjart­an og Páll Ket­ils­son, rit­stjóri Vík­ur­frétta, eru gest­ir hlaðvarps­ins þessa vik­una. 

Þátt­ur­inn er aðgengi­leg­ur á Spotify og í spil­ar­an­um hér að neðan.


 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: