Leno sækir um forráð yfir eiginkonu sinni

Jay Leno.
Jay Leno. AFP/Adrian Sanchez-Gonzalez

Sjón­varps­maður­inn og uppist­and­ar­inn, Jay Leno, hef­ur sótt um for­ræði yfir eig­in­konu sinni, Mavis Leno. Sú var greind með Alzheimer-sjúk­dóm­inn í byrj­un árs.

Jay, 73 ára, lagði fram gögn í dómi hæsta­rétt­ar í Los Ang­eles á föstu­dag er varða eign­ir og eft­ir­launa­sjóði eig­in­konu sinn­ar. Í gögn­un­um er einnig tekið fram að Mavis, sem þjá­ist af al­var­legri heila­bil­un, verði áfram und­ir um­sjá eig­in­manns síns en að hann ætli sér að stofna sér­stak­an sjóð sem tryggi ör­yggi henn­ar og áfram­hald­andi um­sjá ef hann deyi á und­an.

Jay og Mavis kynnt­ust árið 1976 og gengu í hjóna­band fjór­um árum síðar, eða 1980. Hjón­in eiga eng­in börn. Jay varð heimsþekkt­ur þegar hann tók við sem kynn­ir The Tonig­ht Show árið 1992. Hann gegndi starf­inu til árs­ins 2014, en þá tók Jimmy Fallon við.

mbl.is