Aðstoða stjórnvöld í Namibíu

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari.
Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. mbl.is/Árni Sæberg

Spill­ing­ar­lög­regl­an í Namib­íu staðfest­ir í sam­tali við fréttamiðil­inn Nami­bi­an að ís­lensk­ir rann­sak­end­ur og sak­sókn­ar­ar, sem nú eru stadd­ir í Namib­íu séu þar til að aðstoða namib­ísk stjórn­völd við að af­hjúpa hugs­an­lega aðkomu ís­lenska sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins Sam­herja og viðkom­andi ein­stak­linga þess að meint­um brot­um fé­lags­ins í Namib­íu.

Ólaf­ur Þór Hauks­son héraðssak­sókn­ari staðfesti í sam­tali við mbl.is fyr­ir helg­ina að fimm starfs­menn héraðssak­sókn­ara væru stadd­ir í Namib­íu en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um til­gang ferðar­inn­ar eða er­indi starfs­mann­anna þar í landi.

Ekki hef­ur náðst í Ólaf Þór í dag en heim­ild­ir mbl.is herma að sam­tals séu sex Íslend­ing­ar stadd­ir í Namib­íu vegna máls­ins.

Paul­us Noa, fram­kvæmda­stjóri spill­ing­ar­lög­regl­unn­ar, seg­ir við Nami­bi­an að ís­lenska teymið aðstoði namib­ísk stjórn­völd við að af­hjúpa hugs­an­legra aðkomu Sam­herja og ein­stak­linga tengda fyr­ir­tæk­inu í meint­um brot­um þess þar í landi.

Er fyr­ir­tækið sagt hafa mútað namib­ísk­um emb­ætt­is­mönn­um og stjórn­end­um sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja til að fá hag­stæða meðferð og aðgang að fiski­miðum við strend­ur Namib­íu.

Mark­miðið að af­hjúpa sönn­un­ar­gögn

„Rann­sak­end­ur og héraðssak­sókn­ar­ar frá Íslandi eru hér til að hitta starfs­bræður, emb­ætt­is­menn frá spill­ing­ar­lög­regl­unni. Ástæðan fyr­ir því að þeir eru í Namib­íu er sú að á Íslandi eru þeir að rann­saka ásak­an­ir um Fis­hrot-spill­ing­una til að kom­ast að því hvort land­ar þeirra og eða fyr­ir­tæki, sem eru bendluð við þetta mál, hafi í raun verið viðriðin spill­ing­ar­málið,“ seg­ir Noa við nami­bi­an.com.

Noa bæt­ir við að mark­miðið sé að af­hjúpa sönn­un­ar­gögn og tryggja að ein­stak­ling­ar sem eru bendlaðir við málið verði sótt­ir til saka, óháð þjóðerni þeirra og sam­kvæmt lagaum­gjörðum beggja þjóða.

„Í þeirra landi er þetta spill­ing­ar­mál líka glæp­ur og ef þeir finna sönn­un­ar­gögn sem benda til þeirra eig­in rík­is­borg­ara, þá munu þeir ör­ugg­lega lög­sækja þá líka. Namib­íska sendi­nefnd­in hef­ur líka heim­sótt Ísland í tengsl­um við þetta Fis­hrot-mál,“ seg­ir hann.

Í frétt Nami­bi­an kem­ur fram að fyr­ir ári síðan hafi namib­ísk sendi­nefnd und­ir for­ystu Net­um­bo Nandi-Ndaitwah aðstoðarfor­sæt­is­ráðherra komið til Íslands til að sann­færa ákæru­yf­ir­völd á Íslandi um að samþykkja framsal yf­ir­manna Sam­herja.

Héraðssak­sókn­ari hef­ur haft mál Sam­herja til rann­sókn­ar í rúm fjög­ur ár en Ólaf­ur Þór sagði í sam­tali við mbl.is í nóv­em­ber 2022 að rann­sókn­in væri vel á veg kom­in. Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is hef­ur eng­inn verið boðaður í skýrslu­töku hér á landi síðan þá, en átta manns hafa haft rétt­ar­stöðu sak­born­ings í mál­inu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina