Dimm él og færð gæti spillst

Líkur eru á að færð spillist í dag, einkum á …
Líkur eru á að færð spillist í dag, einkum á fjallvegum. Ljósmynd/Valur M. Eyjólfsson

Útlit er fyrir dimm él sunnan- og vestanlands í dag og líkur eru á að færð spillist, einkum á fjallvegum.

Þá er útlit fyrir vestan hvassviðri eða storm á sunnanverðu landinu eftir hádegi á morgun. Ástæða er til að vara fólk við en um er að ræða varasamt ferðaveður.

Í dag má búast við suðvestan 10 til 18 metrum á sekúndu og éljum, hvassast í éljahryðjum en úrkomulítið verður um landið norðaustanvert. Frost verður á bilinu 0 til 6 stig.

Á morgun má búast við vestan kalda eða strekkingi og áframhaldandi éljum en um og eftir hádegi er útlit fyrir að það hvessi á sunnanverðu landinu. Útlit er fyrir hvassviðri eða storm þar seinnipartinn og varasamt ferðaveður.

Þessi vestanstrengur hefur verið nokkuð á reiki í spám síðustu daga og er fólk hvatt til að fylgjast með veðurspám, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Annað kvöld ætti að draga úr vindi og ofankomu.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is