Má ekki lengur leggja sig í versluninni

Kötturinn Diegó, fastagestur í Skeifunni hefur leitað inn í Hagkaup …
Kötturinn Diegó, fastagestur í Skeifunni hefur leitað inn í Hagkaup vegna kulda. Það brýtur í bága við reglur heilbrigðiseftirlitsins. Samsett mynd/Heiðar Kristjánsson

Ótti greip um sig á meðal vina stjörnukatt­ar­ins Diegó er versl­un­ar­stjóri Hag­kaup í Skeif­unni kvaðst nauðsyn­lega þurfa að ná tali af eig­anda hans í aðdá­enda­hóp Diegós á Face­book í dag. 

„Sem bet­ur fer er hann í himna­lagi,“ seg­ir Gunn­ar Steinn Þórs­son, versl­un­ar­stjór­inn sem um ræðir í sam­tali við mbl.is. Kveðst hann hafa staðið í ströngu í all­an dag við að svara skila­boðum áhyggju­full­um aðdá­end­um Diegós.

„Það eru svo marg­ir sem halda að hann sé heim­il­is­laus villikött­ur. Hann er það alls ekki hann er vel viðhald­inn og hið ró­leg­asta dýr, en hann bara má ekki vera inni í búðinni,“ seg­ir Gunn­ar.

Leiðsögu­hund­ar aðeins leyfi­leg­ir

Kveðst Gunn­ar því ein­ung­is hafa viljað setja sig í sam­band við eig­anda katt­ar­ins, vegna þess að hann sé far­in að fara inn í versl­un­ina sjálfa. Þó ekki sé við Diegó að sak­ast sé það í bága við regl­ur heil­brigðis­eft­ir­lits­ins að hann fari lengra en inn and­dyrið. Einu dýr­in sem séu leyfi­leg í mat­vöru­versl­un­um séu sér­stak­ir leiðsögu­hund­ar. 

„Það er kalt fram í and­dyri og maður hef­ur al­veg skiln­ing á því að dýr leiti inn í hlýj­una, en við bara verðum að fara eft­ir lög­um,“ seg­ir Gunn­ar og bæt­ir við að hann hafi kom­ist í sam­band við eig­anda Diegós sem hafi verið mjög skiln­ings­rík. 

„Kett­ir gera bara eins og þeir vilja óháð því hvort við menn­irn­ir séum sam­mála því eða ekki. Hann nátt­úru­lega hef­ur ekki lesið nein­ar regl­ur.“

Diegó finnst gott að leggja sig í verslunum í Skeifunni.
Diegó finnst gott að leggja sig í versl­un­um í Skeif­unni. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Kóng­ur í sínu ríki í Skeif­unni

Seg­ir Gunn­ar Diegó vera kóng í sínu eig­in ríki og ít­rek­ar að hann sé mik­ill vin­ur starfs­manna og viðskipta­vina Skeif­unn­ar.

Diegó hafi verið fasta­gest­ur í að minnsta kosti sjö ár, alla starfstíð Gunn­ars sem versl­un­ar­stjóra í Hag­kaup í Skeif­unni. 

Það hafi svo sann­ar­lega sýnt sig hve vina­marg­ur Diegó er þegar hann lenti í slysi á síðasta ári og þurfti að fara í aðgerð.

Söfn­un fyr­ir aðgerðinni hafi verið sett af stað og Hag­kaup, A4 og Dom­in­o's hafi styrkt vin sinn með rausn­ar­leg­um fram­lög­um.

„Svo mætti hann bara eft­ir aðgerðina eins og rokk­stjarna. Nýrakaður.“

Seg­ir Gunn­ar Diegó því enn hjart­an­lega vel­kom­in í and­dyri Hag­kaup og að hann hafi síðast séð til hans í morg­un þar sem hann fékk að leggja sig í A4.

Stjörnukötturinn Diegó hefur vanið komur sínar í verslanir Hagkaup og …
Stjörnukött­ur­inn Diegó hef­ur vanið kom­ur sín­ar í versl­an­ir Hag­kaup og A4 í Skeif­unni.
mbl.is