Sækir um endurnýjun hvalveiðileyfis

Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf.
Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hval­ur hf. hef­ur farið fram á við mat­vælaráðuneytið að leyfi fyr­ir­tæk­is­ins til hval­veiða verði end­ur­nýjað til næstu fimm ára.

Er­indi þessa efn­is var sent ráðuneyt­inu í gær. Þar er minnt á með vís­an til ný­legs álits umboðsmanns Alþing­is að sam­kvæmt stjórn­ar­skrá sé öll­um frjálst að stunda þá at­vinnu sem þeir kjósa og verði það frelsi aðeins skert með lög­um frá Alþingi.

Hval­ur vek­ur at­hygli á því að fyr­ir­tækið hafi unnið að og fjár­fest í þróun og betr­um­bót­um veiðibúnaðar og veiðiaðferða, á grund­velli tækninýj­unga og fram­fara á því sviði. Hafi sú vinna skilað mark­tæk­um breyt­ing­um til batnaðar á síðustu vertíð. Þess er vænst að af­greiðslu leyf­is­ins verði hraðað.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Hvalur hf. hefur farið fram á við matvælaráðuneytið að leyfi …
Hval­ur hf. hef­ur farið fram á við mat­vælaráðuneytið að leyfi fyr­ir­tæk­is­ins til hval­veiða verði end­ur­nýjað til næstu fimm ára. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: