Pólitísk refskák í grásleppumáli?

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins fullyrðir að meirihluti atvinnuveganefndar hafi …
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins fullyrðir að meirihluti atvinnuveganefndar hafi flutt frumvarp um kvótasetningu fyrir matvælaráðherra til að fría VG ábyrgð á málinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag að brögðum sé nú beitt til að koma í veg fyr­ir að Vinstri­hreyf­ing­in – grænt fram­boð (VG) beri ábyrgð á kvóta­setn­ingu grá­sleppu­veiða vegna þess hve óvin­sælt málið sé inn­an raða flokks­ins.

Frum­varpið um kvóta­setn­ingu grá­sleppu­veiða var flutt af meiri­hluta at­vinnu­vega­nefnd­ar á þriðju­dag og er sam­hljóða frum­varpi sem mat­vælaráðherra kynnti á vorþingi á síðasta ári en fékkst ekki af­greitt fyr­ir þinglok.

Þór­ar­inn Ingi Pét­urs­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar, viður­kenndi í ræðupúlti Alþing­is á þriðju­dag að meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar hefði lagt frum­varp um kvóta­setn­ingu fram að beiðni mat­vælaráðherra, Svandís­ar Svavars­dótt­ur, sem nú er í veik­inda­leyfi.

„Þetta er bara döp­ur staða. Það er sorg­legt að horfa upp á að haldið sé áfram að kvóta­setja auðlind­irn­ar okk­ar eins og það hef­ur verið gert með fyr­ir­heit um að það eigi að skila sér til sam­fé­lags­ins, en það hef­ur ekki gerst,“ seg­ir Inga innt álits á mál­inu.

Þaul­skipu­lagt

Veik­indi ráðherra hafa ekk­ert með það að gera hvernig mál­inu er teflt fram að sögn Ingu, sem seg­ir Svandísi hafa getað lagt fram frum­varpið allt frá því að þing hófst síðasta haust. Full­yrðir hún að um sé að ræða þaul­skipu­lagða aðgerð í þeim til­gangi að fría VG ábyrgð á inni­haldi frum­varps­ins.

„Það sjá það all­ir að þau eru ekki að fylgja stefnu síns flokks og að grás­rót­in sé óánægð með að þau hafi snúið frá sjáv­ar­út­vegs­stefn­unni sinni. Þau voru oft búin að boða stefnu sem sneri að því að verja sjáv­ar­byggðirn­ar og vernda það sem hægt væri að vernda úr því sem búið er að skemma. En svona fór nú það og nú á að kvóta­setja eina ferðina enn,“ seg­ir Inga.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: