Greiddu rúma 10 milljarða í veiðigjöld

Veiðigjald á þorski verður 26,66 krónur á kíló á þessu …
Veiðigjald á þorski verður 26,66 krónur á kíló á þessu ári. Það er hæsta veiðigjald frá upphafi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Alls greiddu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki um 10,2 millj­arða króna í veiðigjald á ár­inu 2023, er þetta um 30% meira var inn­heimt í veiðigjöld árið 2022 er fyr­ir­tæk­in greiddu 7,9 millj­arða. Þetta má lesa úr töl­um Fiski­stofu.

Þorsk­ur skil­ar mestu í veiðigjöld árið 2023 og nem­ur upp­hæðin 4.022 millj­ón­um króna, en árið 2022 var greitt 4.126 millj­ón­ir vegna þorskveiða. „Þenn­an mun má al­farið rekja til sam­drátt­ar í þorskafla, enda var sú upp­hæð sem fyr­ir­tæk­in þurftu að greiða fyr­ir hvert kíló af þorski í veiðigjald hærri á ár­inu 2023 en árið á und­an,“ seg­ir í grein­ingu Radars­ins.

Loðnu­veiðar skiluðu svo næst­hæstri fjár­hæðinni og svo veiðar á ýsu.

Mynd/​Radar­inn

Hæsta veiðigjald á þorsk frá upp­hafi

„Í lok nóv­em­ber birti mat­vælaráðherra aug­lýs­ingu í Stjórn­artíðind­um um veiðigjald fyr­ir árið 2024. Gjaldið er aug­lýst sem krón­ur á kíló landaðs óslægðs afla en sú upp­hæð er ná­kvæm­lega 33% af af­komu fisk­veiða á ár­inu 2022.  Ljóst er að upp­hæð veiðigjalds­ins hækk­ar á lang­flest­um teg­und­um á milli ára líkt og sjá má í töfl­unni hér fyr­ir neðan. Það kem­ur ekki á óvart, enda er gjaldið fyr­ir árið 2024 byggt á af­komu fisk­veiða á ár­inu 2022, sem heilt yfir var gott ár í sjáv­ar­út­vegi og af­koma af veiðum al­mennt betri en árið 2021,“ seg­ir í grein­ing­unni.

Bent er á að  af­koma af hverju lönduðu óslægðu kílói af þorski  var 58,1 króna á árið 2021 en var 80,8 krón­ur árið 2022. Veiðigjaldið hækk­ar því úr 19,17 krón­um á hvert kíló af þorski á síðasta ári í 26,66 krón­ur árið 2024.

„Það er hæsta krónu­tala sem fyr­ir­tæk­in hafa þurft að greiða í veiðigjald af þorski frá upp­hafi. Ef þorskafl­inn yrði óbreytt­ur á milli ára myndi fjár­hæð veiðigjalds­ins af þorskveiðum enda í 5,6 millj­örðum króna í ár. Óbreytt­ur afli á milli ára í hverri fisk­teg­und myndi leiða til þess að heild­ar­fjár­hæð veiðigjalds yrði um 11,4 millj­arðar króna í ár. En í þess­um efn­um rík­ir óvissa og þá ekki síst varðandi út­gáfu loðnu­kvóta í ár,“ seg­ir í grein­ingu Radars­ins.

mbl.is