„Þetta var mjög skrítin upplifun“

„2009 var haldið flokksþing í byrjun árs. Þar mætir ungur …
„2009 var haldið flokksþing í byrjun árs. Þar mætir ungur maður sem ég hafði aldrei hitt og aldrei talað við. Og hann er bara kosinn formaður Framsóknarflokksins. Sigmundur Davíð nokkur,“ segir Magnús. Samsett mynd

Magnús Stef­áns­son, sveit­ar­stjóri Suður­nesja­bæj­ar og fyrr­ver­andi þingmaður Fram­sókn­ar, seg­ir það hafa verið skrítna upp­lif­un þegar Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, og nú formaður Miðflokks­ins, mætti á flokksþing í byrj­un árs 2009 og rúllaði upp kosn­ing­un­um. 

Hann seg­ir að eft­ir á að hyggja hafi verið svo­lít­ill upp­lausn­ar­tími í Fram­sókn­ar­flokkn­um á und­an, eft­ir að Hall­dór Ásgríms­son, sagði af sér for­mennsku í flokkn­um. 

„2009 var haldið flokksþing í byrj­un árs. Þar mæt­ir ung­ur maður sem ég hafði aldrei hitt og aldrei talað við. Og hann er bara kos­inn formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins. Sig­mund­ur Davíð nokk­ur. Þetta var mjög skrít­in upp­lif­un. Allt í einu kem­ur ein­hver ná­ungi þarna og rúll­ar upp kosn­ing­un­um í flokkn­um. Ég sem hafði verið þingmaður þá í all­an þenn­an tíma, ég hafði aldrei hitt hann og aldrei talað við hann. Ég vissi hver hann var,“ seg­ir Magnús.

Frá flokksþingi Framsóknar árið 2009 er Sigmundur Davíð var kjörinn …
Frá flokksþingi Fram­sókn­ar árið 2009 er Sig­mund­ur Davíð var kjör­inn formaður flokks­ins. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Kaustu hann?

„Ég ætla ekk­ert að segja til um það,“ seg­ir Magnús og hlær.

„Þannig að ég kynnt­ist Sig­mundi þarna, frá því í janú­ar og fram í apríl þegar kosn­ing­arn­ar voru,“ seg­ir Magnús. Hann ákvað að láta af þing­mennsku þá um vorið en hann hafði setið á þingi síðan 2001. Fyr­ir það sat hann á þingi 1995 til 1999. 

Rætt er nán­ar við Magnús í Hring­ferðar­hlaðvarpi Morg­un­blaðsins. Hægt er að hlusta á þátt­inn á hlaðvarps­veit­um og í spil­ar­an­um hér fyr­ir neðan.



Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: