„Vá, takk kærlega fyrir öllsömul“

Laufey Lín með verðlaunin.
Laufey Lín með verðlaunin. AFP/Fredric J. Brown

„Vá, takk kær­lega fyr­ir öll­söm­ul. Þetta er ótrú­legt. Ég hefði ekki trúað því að þetta gæti gerst,“ sagði Lauf­ey Lín Jóns­dótt­ir tón­list­ar­kona þegar hún steig á svið í Crypto-höll­inni í Los Ang­eles í kvöld til þess að taka á móti Grammy-verðlaun­un­um sín­um.

Lauf­ey hlaut verðlaun­in fyr­ir plötu sína Bewitched í flokki hefðbund­inna söng-poppp­latna (e. tra­diti­onal pop vocal alb­um). 

Lauf­ey þakkaði teym­inu sínu og for­eldr­um sín­um. Þá þakkaði hún ömmu sinni og afa fyr­ir að kynna hana fyr­ir tónlist. 

Hún þakkaði einnig sam­fé­lög­um djass og klass­ískr­ar tón­list­ar víðs veg­ar um heim­inn „sem kenndu henni svo mikið“. 

„Stærstu þakk­irn­ar fær tví­bura­syst­ir mín, Jún­ía, sem er minn helsti stuðning­ur og hef­ur hjálpað mér í gegn­um þenn­an ótrú­lega spenn­andi tíma í lífi mínu. Takk kær­lega fyr­ir,“ sagði Lauf­ey að lok­um.

Áður en Lauf­ey fékk verðlaun­in flutti hún lagið From the Start af plöt­unni sinni. 

Laufey flutti lagið From the Start á hátíðinni.
Lauf­ey flutti lagið From the Start á hátíðinni. AFP/​Val­erie Macon
mbl.is