Frægir tjá sig um Laufeyju

Fræga fólkið óskaði Laufeyju til hamingju með verðlaunin.
Fræga fólkið óskaði Laufeyju til hamingju með verðlaunin. Samsett mynd

Lauf­ey Lín Jóns­dótt­ir ­hlaut Grammy-verðlaun fyr­ir plötu sína Bewitched í flokki hefðbund­inna söng-poppp­latna í gær­kvöldi. Síðan þá hef­ur ham­ingjuósk­um rignt yfir hana á sam­fé­lags­miðlum.

Þekkt­ir ein­stak­ling­ar eru meðal þeirra sem hafa óskað Lauf­eyju til ham­ingju. 

Páll Óskar Hjálm­týs­son

Tón­list­armaður­inn Páll Óskar Hjálm­týs­son er mjög hrif­inn af Lauf­eyju. Hann setti inn sér­staka færslu í til­efni þess að Lauf­ey hlaut verðlaun­in. „Til ham­ingju með Grammy, galdra­kona,“ skrifað Páll Óskar meðal ann­ars. „Haltu áfram að gefa okk­ur hinum af tón­list­ar­gjöf­inni sem þú átt nóg af og hef­ur svo full­komið vald á. Ég er að tjúll­ast úr stolti hérna meg­in. Þinn, Palli.“

View this post on In­sta­gram

A post shared by Páll Óskar (@pal­losk­ar)

Guðni Th. Jó­hann­es­son

Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, tjáði sig um af­rek Lauf­eyj­ar á sam­fé­lags­miðlin­um X. Óskaði hann Lauf­eyju til ham­ingju og sagði alla mjög stolta af henni. 

Hild­ur Yeom­an

Íslenski fata­hönnuður­inn Hild­ur Yeom­an óskaði Lauf­eyju til ham­ingju með sig­ur­inn í færslu á In­sta­gram. „OMG! Til ham­ingju elsku besta Lauf­ey með Grammy-verðlaun­in. Það virðist vera heil ævi frá því þess­ar voru tekn­ar og svo mikið hef­ur gerst ... en það er bara ár. Og því­líkt ár! Njóttu ferðalags­ins!“ skrifaði Hild­ur.

Lilja D. Al­freðsdótt­ir

Lilja D. Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, sendi Lauf­eyju ham­ingjuósk­ir í In­sta­gram-færslu. „Grammy-verðlaun til Íslands! Til ham­ingju elsku Lauf­ey með Grammy-verðlaun­in og Bewitched! Það er al­gjör unun að fylgj­ast með þér! Þú hef­ur sann­ar­lega unnið fyr­ir þessu! Gæti ekki verið stolt­ari af ís­lensku tón­listar­fólki! Glæsi­legt!“ skrifaði hún. 

Aníta Briem

Leik­kon­an Aníta Briem óskaði Lauf­eyju til ham­ingju á In­sta­gram. „Þú ert ótrú­leg!! Inni­lega til ham­ingju með þig,“ skrifaði Aníta við færslu hjá Lauf­eyju eft­ir að hún vann Grammy-verðlaun­in. 

Aníta Briem óskaði Laufeyju til hamingju.
Aníta Briem óskaði Lauf­eyju til ham­ingju. mbl.is/Á​sdís

Selma Björns­dótt­ir

Tón­list­ar­kon­an Selma Björns­dótt­ir er líka aðdá­andi Lauf­eyj­ar. „Til allr­ar ham­ingju elsku Lauf­ey!!! Svo verðskuldað,“ skrifaði Selma við mynd­ina sem Lauf­ey deildi af sér með verðlauna­grip­inn. 

Selma Björnsdóttir söngkona er komin á fast.
Selma Björns­dótt­ir söng­kona er kom­in á fast.

Jón Jóns­son

Tón­list­armaður­inn Jón Jóns­son sló á létta strengi þegar hann óskaði Lauf­eyju til ham­ingju. „Til ham­ingju, frá­bæra Lauf­ey. Get­ur þú sýnt okk­ur stytt­una í Hörpu 10. mars?“ Skrifaði Jón á In­sta­gram-síðu Lauf­eyj­ar. 

Jón Jónsson er spenntur fyrir styttunni.
Jón Jóns­son er spennt­ur fyr­ir stytt­unni. Mbl.is/​Stella Andrea Guðunds­dótt­ir

Susie Cave 

Susie Cave, stofn­andi fata­merk­is­ins Vampire's Wife og eig­in­kona Nicks Cave, óskaði Lauf­eyju til ham­ingju. Hún sendi ham­ingjuósk­ir í gegn­um In­sta­gram-síðu fata­merk­is­ins síns. Fata­merkið er vin­sælt og þekkt­ar stjörn­ur hafa klæðst merk­inu sem og Katrín prins­essa af Wales.

Hjónin Susie Cave og Nick Cave.
Hjón­in Susie Cave og Nick Cave. AFP
View this post on In­sta­gram

A post shared by lauf­ey (@lauf­ey)


 

mbl.is