Hætta þeir næst að selja kúlusúkk?

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 1:12
Loaded: 13.72%
Stream Type LIVE
Remaining Time 1:12
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Gæti það gerst að Kúlusúkk yrði tekið af markaði? Þá yrði Björt Ólafs­dótt­ir brjáluð - að eig­in sögn. Ekk­ert bend­ir reynd­ar til þess en umræða spannst um mögu­leik­ann þegar ljóst varð að Piratos-sæl­gætið væri horfið úr hill­um versl­ana hér á landi.

Frétt þar um varð mest lesna frétt­in á mbl.is í síðustu viku og sú staðreynd komst meðal ann­ars í tal í Spurs­mál­um.

Berg­ur Ebbi taldi reynd­ar að frétt­ir um brott­hvarf Kúlusúkk ættu ekk­ert að koma á óvart. Þá væri vænt­an­lega verið að bregðast við ein­hvers­kon­ar gagn­rýni á að til­tekið sæl­gæti héti eft­ir bæj­ar­fé­lagi á Græn­landi.

Er nammið hluti af menn­ing­ar­námi?

Spurði þátt­ar­stjórn­andi þá út í hvort slík væri álitið menn­ing­ar­nám í hneyksl­un­ar­sam­fé­lagi sam­tím­ans en taldi Berg­ur Ebbi ekki svo vera.

Í Spurs­mál­um er þeirri spurn­ingu gjarn­an velt upp hver verði stærsta frétt kom­andi viku. Þannig dró held­ur bet­ur til tíðinda í des­em­ber þegar Dóri DNA spáði rétt fyr­ir um eld­gos, sem hófst þrem­ur dög­um eft­ir út­send­ingu, þann 18. des­em­ber.

Viðtalið við Björt og Berg Ebba má sjá og heyra í heild sinni hér:

mbl.is