Halda til loðnumælinga en hafísinn mikill

Heimaey VE er meðal skipanna sem halda til leitar í …
Heimaey VE er meðal skipanna sem halda til leitar í dag. mbl.is/Börkur Kjartansson

Íslensku upp­sjáv­ar­skip­in Ásgrím­ur Hall­dórs­son og Heima­ey VE halda til loðnu­mæl­inga í dag ásamt græn­lenska skip­inu Pol­ar Ammassak. Enn er nokkuð um haf­ís norðvest­ur af land­inu þar sem mæl­ing­ar urðu fyr­ir trufl­un­um í janú­ar.

Að lok­inni stofn­mæl­ingu loðnu í janú­ar taldi Haf­rann­sókna­stofn­un að ekki væri til­efni til að leggja til loðnu­veiðar þenn­an vet­ur­inn. Hins veg­ar truflaði haf­ís á Græn­lands­sundi mæl­ing­una og hafa vís­inda­menn talið af mikið magn loðnu hafi leynst und­ir ísn­um. Hef­ur verið vísað til þess að 324 þúsund tonn af kynþroska loðnu mæld­ist síðasta haust.

Haf­ískort dönsku veður­stof­unn­ar (Dan­marks Meteorologiske Institut) sem birt var í gær sýn­ir enn tölu­vert magn af haf­ís norðvest­ur af land­inu, en leit­ar­svæðið mun ná frá Víkurál út af Vest­fjörðum að Héraðsdjúpi aust­ur af land­inu.

Kort/​DMI

Mögu­lega geng­in und­an ísn­um

Loðnu­vertíð get­ur skilað mörg­um millj­örðum í út­flutn­ings­verðmæti og eru bundn­ar von­ir við að fe­brú­ar­mæl­ing­in gefi til­efni til að gefa út ráðgjöf um veiðar.

Óljóst er hversu mikið haf­ís­inn mun trufla mæl­ing­ar, en sé loðnan geng­in und­an ísn­um í austurátt eins og venja er ætti ekki að vera til­efni til að ótt­ast haf­ís­inn þar sem hún mun finn­ast á öðrum hluta leit­ar­svæði skip­anna.

mbl.is