Mun færri sjávarspendýr drepast í grásleppunetum

Færri selir eru taldir drepast í grásleppunetum en áður.
Færri selir eru taldir drepast í grásleppunetum en áður. mbl.is/RAX

Mat Haf­rann­sókna­stofn­un­ar á meðafla fugla og sjáv­ar­spen­dýra í grá­sleppu­veiðum dregst veru­lega sam­an. Sér­stak­lega vek­ur at­hygli að upp­reiknað meðaflamat ár­anna 2020-2023 ger­ir ráð fyr­ir að fjöldi sjáv­ar­spen­dýra sem ár­lega drep­ast vegna grá­sleppu­veiða eru 768 sem er 76% færri en tíma­bilið 2014-2018 þegar talið var að fjöld­inn var 3.223.

Telja vís­inda­menn um 501 land­seli far­ast vegna veiðanna og er það 63% minna en í meðaflamati tíma­bils­ins 2014-2018.

Í skýrslu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar um meðafla fugla og sjáv­ar­spen­dýra í grá­sleppu­veiðum árin 2020-2023 má lesa að erfitt sé að full­yrða um ástæður minnk­un­ar á meðafla á land- og út­sel milli tíma­bila og er meðal ann­ars bent á ýms­ar aðgerðir til að minnka meðafla eft­ir 2020. Helstu aðgerðir snér­ust að svæðalok­un­um og auknu eft­ir­liti, bæði með fjar­stýrðum loft­för­um og með eft­ir­lits­mönn­um um borð í bát­um, og gætu þær aðgerðir hafa minnkað meðafl­ann.

Þá minnkaði einnig meðafli fugla sem skýrist að mestu leyti að minni sókn.

Nán­ar verður fjallað um niður­stöður tækni­skýrsl­unn­ar í blaði 200 mílna sem fylg­ir Morg­un­blaðinu á Laug­ar­dag.

mbl.is