Samtalið byrjaði í fyrirpartíi

Hringferðin kíkti í Garðinn og ræddi við bæjarstjórann Magnús Stefánsson.
Hringferðin kíkti í Garðinn og ræddi við bæjarstjórann Magnús Stefánsson. mbl.is/Brynjólfur Löve

Magnús Stef­áns­son, fv. þingmaður og ráðherra, varð nokkuð óvænt bæj­ar­stjóri í Garði árið 2012, á miðju kjör­tíma­bili. Hann er í dag bæj­ar­stjóri Suður­nesja­bæj­ar, sem varð til með sam­ein­ingu Garðs og Sand­gerðis sum­arið 2018.

Rætt er við Magnús í nýj­um hlaðvarpsþætti Hring­ferðar Morg­un­blaðsins sem birt­ist á helstu hlaðvarps­veit­um í dag. Þar fjall­ar hann um lífið í Suður­nesja­bæ, hversu vel var tekið á móti hon­um þegar hann hóf störf, at­vinnu­lífið á svæðinu, sam­an­b­urðinn á því að reka sveit­ar­fé­lag í dag og fyr­ir 30 árum þegar hann gegndi stöðu sveit­ar­stjóra í Grund­arf­irði, og margt fleira. Þá fjall­ar Magnús einnig um þing­fer­il sinn, sem spann­ar 12 ár, en á þeim tíma upp­lifði hann það bæði að falla af þingi og verða ráðherra.

mbl.is/​Brynj­ólf­ur Löve

Mik­il­væg­ir súpufund­ir

Magnús rek­ur stutt­lega í viðtal­inu hvernig sam­ein­ing sveit­ar­fé­lag­anna kom til. Þar ligg­ur nú skemmti­leg saga að baki. Hún er nokk­urn veg­inn á þá leið að bæj­ar­full­trú­ar í Sand­gerði og Garði voru á leið á aðal­fund Sam­bands sveit­ar­fé­laga á Suður­nesj­um en ákváðu að hitt­ast í fyr­ir­par­tíi heima hjá Ein­ari Jóni Páls­syni, sem var þá og er enn for­seti bæj­ar­stjórn­ar. Þar var laus­lega rætt um mögu­lega sam­ein­ingu sveit­ar­fé­lag­anna en ólíkt því sem ger­ist oft í óform­leg­um sam­töl­um í fyr­ir­par­tí­um var þessu sam­tali fylgt fljót­lega eft­ir.

„Við ákváðum að bjóða sveit­ar­stjórn Sand­gerðis í kósí-súpufund. Þar var ágæt­is sam­tal og eng­inn þrýst­ing­ur á sam­ein­ingu, en sam­talið var tekið áfram,“ rifjar Magnús upp. Bæj­ar­stjórn Sand­gerðis­bæj­ar bauð stuttu síðar í ann­an súpufund, sam­talið hélt áfram og ákveðið var að fara í könn­un­ar­viðræður. Niðurstaðan varð sú að bera sam­ein­ingu und­ir íbúa. Niðurstaðan var nokkuð af­ger­andi í Garði, þar sem um 70% íbúa samþykktu sam­ein­ingu, en mjórra var á mun­um í Sand­gerði, þar sem um 56% samþykktu sam­ein­ingu en um 44% voru á móti.

Nýtt sveit­ar­fé­lag, Suður­nesja­bær, tók til starfa 10. júní 2018. Íbúar voru þá um 3.200 en eru í dag rétt rúm­lega 4.000. 

Rætt er nán­ar við Magnús í Hring­ferðar­hlaðvarpi Morg­un­blaðsins. Hægt er að hlusta á þátt­inn á hlaðvarps­veit­um og í spil­ar­an­um hér fyr­ir neðan.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: