Sara segir frá fimm heilsuráðum sem hún lærði of seint

Það skiptir miklu máli að njóta sín.
Það skiptir miklu máli að njóta sín. Samsett mynd

Sara Davíðsdóttir, einkaþjálfari og samfélagsmiðlastjarna, miðlaði þekkingu sinni á sviði heilbrigði, hreysti og heilsubreytinga með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum TikTok í gærdag. Sara er iðin við að deila skotheldum heilsu- og næringarráðum með fylgjendum sínum, en yfir 6500 manns fylgja henni á vídeómiðlinum. 

Í gærdag fór hún yfir þau fimm heilsuráð sem hún segist hafa lært tíu árum of seint: 

  1. Jó-jó mataræði (e. yo-yo dieting) eða þessi allt eða ekkert hugsunarháttur gæti verið aðalástæðan fyrir því að þú sérð aldrei árangur.
  2. Fjölbreytni í líkamsrækt er af hinu góða.
  3. Það er ekki nóg að æfa alla daga til þess að sjá árangur.
  4. Þú getur tekið mataræðið í gegn og borðað það sem þig langar í.
  5. Elskaðu ferlið, litlu skrefin og vegferðina að markmiðinu.
@saradavidsdottir

Nr 4 & 5 voru deal breakers hjá mér 🤝

♬ original sound - Sara Davíðsdóttir
mbl.is