#11 Rökrætt um orkukrísu og eldsumbrot

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Halla Hrund Loga­dótt­ir, orku­mála­stjóri hjá Orku­stofn­un, sat fyr­ir svör­um í nýj­asta þætti Spurs­mála sem sýnd­ur var í beinu streymi hér á mbl.is kl. 14.

    Lagðar voru krefj­andi spurn­ing­ar fyr­ir orku­mála­stjóra sem tengj­ast orku­mál­um á Íslandi og hver sé að vænta miðað við þá stöðu sem nú er uppi.

    Staðan óljós

    Staða orku­mála hér á landi hef­ur um hríð þótt óljós og yf­ir­vof­andi orku­skort­ur í ná­inni framtíð á raf­orku og heitu vatni ekki úti­lokaður.

    For­send­ur Orku­stofn­un­ar um fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar á raf­orku­lög­um um orku­sölu hafa hlotið mikla gagn­rýni að und­an­förnu. Ekki síst sam­hliða þeirri staðreynd að ekki hef­ur verið hægt að tryggja stór­not­end­um næga raf­orku til að halda fram­leiðslu­hátt­um sín­um gang­andi með eðli­leg­um hætti.

    Þá hafa ham­far­irn­ar á Reykja­nesskaga ekki bætt úr skák. Ljóst er að hraun­streymið ógn­ar lífæðum orku­gjafa á svæðinu og er ástandið nú þegar farið að hafa víðtæk áhrif á heim­ili og fyr­ir­tæki á Reykja­nessvæðinu. Í gær var neyðarstigi al­manna­varna lýst yfir vegna stöðunn­ar.

    Yf­ir­ferð á stærstu frétt­um vik­unn­ar

    Ekki er hægt að segja að fréttaþurrð hafi ein­kennt líðandi viku og eðli máls­ins sam­kvæmt báru frétt­ir af ham­förun­um á Reykja­nesskaga helst á góma.

    Þau Ari Trausti Guðmunds­son, jarðeðlis­fræðing­ur, og Helga Árna­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri sölu, rekstr­ar og þjón­ustu Bláa lóns­ins, fóru yfir áhrif jarðhrær­inga á svæðinu og mögu­leg­ar sviðsmynd­ir sem hægt er að teikna upp miðað við það sem nú hef­ur raun­gerst á Reykja­nes­inu; sex eld­gos á tæp­lega þrem­ur árum.

    Fylgstu með fróðlegri og líf­legri sam­fé­lags­um­ræðu í Spurs­mál­um alla föstu­daga á mbl.is kl. 14.

    Halla Hrund Logadóttir, Ari Trausti Guðmundsson og Helga Árnadóttir eru …
    Halla Hrund Loga­dótt­ir, Ari Trausti Guðmunds­son og Helga Árna­dótt­ir eru gest­ir Spurs­mála að þessu sinni. Sam­sett mynd
    mbl.is