Hafnar samanburði forstjóra Landsvirkjunar

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 4:44
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 4:44
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Í hressi­legu viðtali í Spurs­mál­um seg­ist Orku­mála­stjóri ekki geta tekið þá gagn­rýni Harðar Arn­ar­son­ar, for­stjóra Lands­virkj­un­ar, til sín og varðar meint­an seina­gang stofn­un­ar­inn­ar við af­greiðslu virkj­ana­leyf­is vegna Hvamms­virkj­un­ar í Þjórsá.

Ferlið tók 18 mánuði og var að lok­um fellt úr gildi í kjöl­far þess að úr­sk­urðar­nefnd auðlinda- og um­hverf­is­mála felldi niður­stöðu Orku­stofn­un­ar úr gildi. Var það gert þar sem stofn­un­in var ekki tal­in hafa tekið nægi­legt til­lit til vatna­til­skip­un­ar Evr­ópu­sam­bands­ins.

Ýtt á inn­leiðingu

Var Halla Hrund Loga­dótt­ir, for­stjóri Orku­stofn­un­ar, spurð í viðtal­inu út í þá gagn­rýni for­stjóra Lands­virkj­un­ar sem áður hef­ur komið fram þar sem hann bend­ir á að virkj­ana­leyfi hafi alla jafna verið um þrjá til fjóra mánuði í af­greiðslu­ferli hjá stofn­un­inni.

Seg­ir Halla Hrund að þar sé um ósann­gjarn­an sam­an­b­urð að ræða enda sé Hvamms­virkj­un stór­virkj­un í sam­an­b­urði við þær sem sam­an­b­urður­inn nær til.

Í viðtal­inu bend­ir Halla Hrund einnig á að stofn­un henn­ar hafi ýtt á stjórn­völd að inn­leiða að fullu vatna­til­skip­un­ina, þá hina sömu og úr­sk­urðar­nefnd­in taldi að Orku­stofn­un hefði ekki tekið nægi­lega mikið til­lit til.

Í des­em­ber síðastliðnum var svo greint frá því að Um­hverf­is­stofn­un hygðist veita leyfi fyr­ir fram­kvæmd­um við Hvamms­virkj­un en full­bú­in mun hún skila um 95 MW inn á raf­orku­kerfið sem um þess­ar mund­ir er upp­selt.

Viðtalið við Höllu Hrund má sjá í heild sinni hér en þar er rætt um orku­markaðinn, orku­skort á Íslandi og þá gagn­rýni sem Orku­stofn­un hef­ur fengið á sig, m.a. frá Sam­tök­um iðnaðar­ins.

mbl.is