Segir frá áhugaverðri bolludagshefð í Grímsey

Unnur Birta ólst upp í Grímsey og sagði frá áhugaverðri …
Unnur Birta ólst upp í Grímsey og sagði frá áhugaverðri bolludagshefð á eyjunni á TikTok. Samsett mynd

Unn­ur Birta er 23 ára göm­ul. Hún á fjöl­skyldu í Gríms­ey og hef­ur vakið at­hygli á TikT­ok þar sem hún birt­ir meðal ann­ars mynd­bönd um upp­lif­un sína af eyj­unni. 

Á und­an­förn­um árum hef­ur íbú­um í Gríms­ey farið fækk­andi, en árið 2023 voru 55 manns skráðir með lög­heim­ili í Gríms­ey sam­kvæmt töl­um frá Hag­stofu Íslands á meðan 80 voru skráðir með lög­heim­ili á eyj­unni árið 2013.

Á dög­un­um birti Unn­ur Birta mynd­band um áhuga­verða bollu­dags­hefð í Gríms­ey sem hef­ur vakið for­vitni margra. 

„Ókei núna stytt­ist held­ur bet­ur í bollu­dag­inn og ég fór að hugsa um þá hefð sem var í Gríms­ey með bollu­dag­inn, en þá semsagt nótt­ina fyr­ir bollu­dag þá vöknuðu öll börn­in bara um miðja nótt og klæddu sig vel og tóku bollu­vönd með sér sem þau höfðu gert í skól­an­um og síðan löbbuðum við bara á milli húsa og ef það var opið þá fóru þau inn og vöktu fólkið sem átti heima þar með því að bolla í rúmið og vera bara: „Bolla, bolla, bolla, bolla“ og vöktu þannig fólk.

Ég held ég hafi farið einu sinni eða tvisvar og stund­um var fólkið búið að búa til gildr­ur, eins og ég man að það var ein­hver sem klæddi ryk­sug­una sína í föt og setti hár­kollu á hana og einn sem setti eitt­hvað svona Cheer­i­os skál upp á band upp í loftið þannig þegar ein­hver lamdi í það þá hellt­ist Cheer­i­os yfir okk­ur. Og mér finnst það bara svo grilluð pæl­ing að við bara gerðum þetta, bara um miðja nótt fór­um við og vökt­um eitt­hvað lið bara með því að öskra á það: „Bolla, bolla, bolla“. Þú veist, sjáið þið þetta fyr­ir ykk­ur hérna í Reykja­vík? Nei, ómægad mér finnst það svo fyndið.

Já ég ætla líka að bæta því við að síðan gáfu þau okk­ur nammi, þetta var svona „basically“ eins og ösku­dag­ur ... samt nei þetta er ekk­ert eins og ösku­dag­ur af því af hverju erum við að fara heim til fólks sem er sof­andi. En ef það var opið þá mátt­um við fara inn og ef það var læst þá vildu þau ekki láta vekja sig ... ég myndi bara hafa læst ... gerðu gildr­ur og gáfu okk­ur nammi. Svo fór­um við bara heim aft­ur að sofa, og svo bara aft­ur næsta ár. Bring this back,“ út­skýrði Unn­ur Birta í mynd­band­inu. 

Af um­mæl­um að dæma þótti mörg­um bollu­dags­hefðin áhuga­verð og höfðu aldrei heyrt á hana minnst á meðan aðrir höfðu al­ist upp við sömu eða svipaða bollu­dags­hefð. 

„Ég bjó á Kópa­skeri sem barn og við gerðum það sama nema seinni part­inn þá fór­um við og náðum í eina bollu í þau hús sem var opið sem við höfðum vakið,“ skrifaði einn not­andi á meðan ann­ar skrifaði: „Sama í Smá­lönd­um. Reykja­vík. 1965.“

mbl.is