Mjög lítið mælst af loðnu

Áætlað er að yfirferðinni ljúki á miðvikudaginn.
Áætlað er að yfirferðinni ljúki á miðvikudaginn. Kort/Hafrannsóknarstofnun

Mjög lítið hef­ur mælst af loðnu í fe­brú­ar­mæl­ingu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar. Mæl­ing­unni er ekki lokið en önn­ur yf­ir­ferð á ár­inu er langt kom­in með þátt­töku þriggja upp­sjáv­ar­veiðiskipa.

Enn á eft­ir að fara yfir Vest­fjarðamið en skip­in Heima­ey og Pol­ar Ammassak þurftu að hverfa þaðan um helg­ina vegna veðurs.

Er áætlað að yf­ir­ferðinni ljúki á miðviku­dag­inn.

„Gert er ráð fyr­ir frek­ari vökt­un og yf­ir­ferð að þess­um mæl­ing­um lokn­um en fyr­ir­komu­lag þeirra skýrist seinna í vik­unni. Svæðin sem þá verður lík­leg­ast lögð áhersla á eru norðvest­ur af land­inu og und­an Vest­fjörðum ásamt Suðaust­ur­miðum,“ seg­ir í til­kynn­ingu stofn­un­ar­inn­ar.

mbl.is