Markmið Össurar í takt við Parísarsáttmála

SBTi staðfesta markmið og aðgerðaráætlanir fyrirtækja í loftslagsmálum.
SBTi staðfesta markmið og aðgerðaráætlanir fyrirtækja í loftslagsmálum. Ljósmynd/Aðsend

Heil­brigðis­tæknifyr­ir­tækið Össur hf. er fyrsta ís­lenska fram­leiðslu­fyr­ir­tækið sem hef­ur fengið staðfest­ingu frá Science Based Tar­gets initiati­ve (SBTi) fyr­ir bæði skamm­tíma- og lang­tíma­mark­mið um sam­drátt á los­un gróður­húsalof­teg­unda.

Sam­kvæmt SBTi byggja lofts­lags­mark­mið Öss­ur­ar á vís­inda­leg­um grunni og styðja við aðgerðir Par­ís­arsátt­mál­ans um að halda hlýn­un jarðar inn­an við 1,5 gráður, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

SBTi eru alþjóðleg sam­tök sem hafa þann til­gang að staðfesta að mark­mið og aðgerðaráætlan­ir fyr­ir­tækja og stofn­anna séu í sam­ræmi við það sem lofts­lags­vís­indi skil­greina nauðsyn­legt til að ná mark­miðum Par­ís­arsátt­mál­ans.

Össur hlaut ný­lega B í ein­kunn fyr­ir stýr­ingu lofts­lags­áhrifa og af­leiðinga lofts­lags­breyt­inga á starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hjá alþjóðlegu sam­tök­un­um CDP, en meðal­ein­kunn lækn­inga­fyr­ir­tækja er C.

mbl.is