Mögulega er loðnan fundin

Mögulegt er að loðna hafi fundist við Rósagarðin suðaustur af …
Mögulegt er að loðna hafi fundist við Rósagarðin suðaustur af landinu. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Haf­rann­sókn­ar­stofn­un tel­ur mögu­legt að tölu­vert magn af loðnu hafi fund­ist suðaust­ur af land­inu í gær.

„Það er aðeins betra hljóðið í okk­ur held­ur en í gær­morg­un,“ seg­ir Guðmund­ur J. Óskars­son, sviðsstjóri hjá Haf­rann­sókn­ar­stofn­un, í sam­tali við mbl.is en fram kom í til­kynn­ingu frá Haf­rann­sókn­ar­stofn­un í gær að lítið hafi mælst af loðnu í fe­brú­ar­mæl­ing­um stofn­un­ar­inn­ar.

Flest­ir þeirr­ar skoðunar að um loðnu sé að ræða

Feng­in voru upp­sjáv­ar­skip sem eru á kol­munna­veiðum til að kanna svæðið og seinni part­inn í gær rák­ust þau á torf­urn­ar.

„Það er ein­hver ganga þarna á ferðinni við Rósag­arðinn suðaust­ur af land­inu. Skip á okk­ar veg­um fundu torf­ur. Flest­ir eru þeirr­ar skoðunar að um loðnu sé að ræða miðað við dreif­ing­una en við höf­um ekk­ert í hendi og höf­um ekki fengið nein sýni ennþá. En þetta er óvænt“ seg­ir Guðmund­ur.

Guðmund­ur seg­ir að rann­sókn­ar­skipið Bjarni Sæ­munds­son, sem er statt við sjó­mæl­ing­ar fyr­ir aust­an, muni halda á staðinn þar sem torf­urn­ar fund­ust suðvest­an við landið. Hann seg­ir að skipið ætti að vera komið á staðinn í kvöld og hefji þá strax mæl­ing­ar og þá seg­ir hann að skipið Pol­ar Ammassak sé einnig á leiðinni  til mæl­inga á staðinn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina