Loðnufundurinn „ekki að fara að breyta neinu“

Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson.
Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Staðfest er að loðnu­ganga er á ferðinni suðaust­ur af land­inu, en magnið sem fund­ist hef­ur gef­ur ekki til­efni til þess að loðnu­kvóti verði gef­inn út að sinni.

Þetta seg­ir Guðmund­ur J. Óskars­son, sviðsstjóri upp­sjáv­ar­sviðs Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, í sam­tali við mbl.is.

Sýni náðust

Haf­rann­sókna­skipið Bjarni Sæ­munds­son og upp­sjáv­ar­skipið Pol­ar Ammassak voru send í Rósag­arðinn, fiski­mið suðaust­ur af land­inu í fyrra­kvöld, þar sem loðnu hafði orðið vart að því er talið var. Sýni úr göng­unni náðust og staðfest að um loðnu var að ræða.

„Það er ekki stór ganga þarna á ferðinni og er ekki að fara að breyta neinu,“ seg­ir Guðmund­ur.

Nán­ar verður fjallað um málið í Morg­un­blaðinu á morg­un.

mbl.is