#12 Rekstur Landspítala, Víkingur Heiðar, RÚV, Trump og pípulagnir

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Hvað eiga rekstr­ar­töl­ur Land­spít­al­ans, Vík­ing­ur Heiðar, Don­ald Trump, RÚV og Pípu­lagn­inga­sveit Al­manna­varna sam­eig­in­legt? Jú, allt þetta og meira var til umræðu í nýj­asta þætti Spurs­mála sem sýnd­ur var í beinu streymi hér á mbl.is fyrr í dag.

    Run­ólf­ur Páls­son for­stjóri Land­spít­ala ræddi um stöðu spít­al­ans í sam­tali við Stefán Ein­ar Stef­áns­son í Spurs­mál­um. Rætt var um stöðu spít­al­ans í sam­an­b­urði við töl­ur sem ný­lega voru birt­ar úr nýju bráðabirgðaupp­gjöri og sýndu já­kvæða af­komu.

    Upp­töku af þætt­in­um má nálg­ast í spil­ar­an­um hér að ofan og er hún aðgengi­leg öll­um.

    Rekst­ur Land­spít­al­ans í brenni­depli

    Sam­kvæmt ný­út­komnu bráðabirgðaupp­gjöri kem­ur fram að spít­al­inn var rek­inn með 0,6% hagnaði á nýliðnu rekstr­ar­ári. Sé litið til þess, jafnt sem auk­inn­ar af­kasta­getu spít­al­ans, virðist svo vera sem samn­ing­ur stofn­un­ar­inn­ar og Sjúkra­trygg­inga Íslands um þjón­ustu­tengda fjár­mögn­un sanni gildi sitt.

    Í þætt­in­um sat for­stjóri fyr­ir svör­um um ný­út­gefn­ar rekstr­ar­töl­ur stofn­un­ar­inn­ar sam­hliða þeirri stöðu sem ríkt hef­ur inn­an spít­al­ans und­an­farið. Ber spít­al­an­um að halda sig inn­an ákveðins ramma fjár­fram­laga.

    Lít­ur staðan helst að fjár­magni, þjón­ustu og af­köst­um, aðbúnaði sjúk­linga sem lengi hef­ur verið ábóta­vant, en ekki eru næg legu­rými á spít­al­an­um sam­an­borið við fjölda inn­lagna. Skap­ar sú staða mikið álag á starfs­fólk í kjöl­farið sem tíðrætt hef­ur verið.

    Fjör­ug yf­ir­ferð á frétt­um vik­unn­ar

    Frétt­ir vik­unn­ar voru að sjálf­sögðu á sín­um stað. Að þessu sinni mættu þau Stein­unn Sig­urðardótt­ir rit­höf­und­ur og Sig­mar Guðmunds­son alþing­ismaður í settið til að fara yfir þær sem hæst báru og var allt látið flakka.

    Runólfur Pálsson, Steinunn Sigurðardóttir og Sigmar Guðmundsson eru gestir Stefáns …
    Run­ólf­ur Páls­son, Stein­unn Sig­urðardótt­ir og Sig­mar Guðmunds­son eru gest­ir Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar í nýj­asta þætti af Spurs­mál­um. Sam­sett mynd
    mbl.is