Lengsti kjarasamningur Íslandssögunnar

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, er ánægður með nýjan kjarasamning …
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, er ánægður með nýjan kjarasamning sem hlaut afgerandi meirihluta í atkvæðagreiðslu. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er mjög góð til­finn­ing, að vera með samþykkt­an samn­ing á bak­inu – ekki felld­an eins og í fyrra,“ seg­ir Val­mund­ur Val­munds­son, formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands, en sjó­menn samþykktu kjara­samn­ing sinn með tæp­um 63 pró­sent­um at­kvæða í tæp­lega 54 pró­senta kjör­sókn og gild­ir ný­samþykkt­ur samn­ing­ur frá ára­mót­um.

Aðspurður kveðst Val­mund­ur hafa bú­ist við samþykkt samn­ings­ins fyr­ir fram en ekki að hún yrði svo af­ger­andi sem raun ber vitni. Kveður hann kjör­sókn­ina svipaða og verið hafi síðustu ár í at­kvæðagreiðslum sam­bands­ins.

Samn­ings­tím­inn er níu ár og ját­ar Val­mund­ur spurn­ingu blaðamanns um hvort þar sé kom­inn lengsti kjara­samn­ing­ur Íslands­sög­unn­ar í gild­is­tíma talið. „Já, ef hann verður í gildi í níu ár verður hann það ör­ugg­lega,“ seg­ir formaður­inn, en samn­ingn­um má segja upp eft­ir fimm ár, aft­ur eft­ir sjö ár og svo ár­lega eft­ir það.

Sjó­menn nú með sömu líf­eyr­is­rétt­indi og aðrir

Val­mund­ur vill færa sjó­mönn­um kær­ar þakk­ir auk þeirra sem unnu með sam­band­inu að samn­ings­gerðinni. „Þetta er al­veg frá­bært og sjó­menn eru núna að tryggja sér til framtíðar það sem aðrir hafa haft lengi, til dæm­is líf­eyr­is­sjóðinn,“ seg­ir Val­mund­ur og er beðinn að tí­unda höfuðatriði samn­ings­ins.

„Ja, við get­um sagt það að nú eru sjó­menn komn­ir með sömu líf­eyr­is­rétt­indi og aðrir lands­menn auk þess sem veik­inda­rétt­ur­inn er styrkt­ur veru­lega hjá sjó­mönn­um sem eru í skiptimanna­kerf­un­um, við erum að tryggja þeim fjóra mánuði á sam­felld­um hlut,“ seg­ir Val­mund­ur frá.

Annað atriði samn­ings­ins, sem hann seg­ir í raun ekki marga vita af, er breyt­ing á stærðarmæl­ing­um skipa til að máta þau inn í kjara­samn­ing­inn. „Það hef­ur verið gert í brúttó­rúm­lest­um hingað til en sú mæliein­ing er ekki leng­ur til svo við mæl­um núna í lengd­ar­metr­um skip­anna. Þá geng­ur mun bet­ur að stilla skip­un­um inn í samn­ing­inn og ákv­arða á hvaða skipta­kjör­um menn eiga að vera,“ út­skýr­ir formaður­inn.

Kostnaðar­hlut­deild hverf­ur á braut

Þá nefn­ir hann að sjó­menn séu laus­ir við hlut­deild í ol­íu­kostnaði og sé það gert með svo­kallaðri núllaðgerð. „Nú erum við laus­ir við allt sem heit­ir kostnaðar­hlut­deild og þurf­um ekk­ert að hugsa um það meira, nú geta sjó­menn sótt beint á eina skipta­pró­sentu í staðinn fyr­ir tvær ef menn vilja það,“ seg­ir Val­mund­ur og bæt­ir því við að nýtt kerfi horfi til mik­ill­ar ein­föld­un­ar.

Kaup­trygg­ing sjó­manna hækk­ar um 130.000 krón­ur og fer þar með í 454.000 króna lág­marks­laun og tíma­kaupið hækk­ar til jafns við það hlut­falls­lega hjá þeim sem vinna á tíma­kaupi. „Það var löngu kom­inn tími á að hækka þetta, föstu launaliðirn­ir hafa ekki hækkað síðan 2019,“ seg­ir Val­mund­ur.

Launa­hækk­an­ir á samn­ings­tíma­bil­inu, það er fast­ir kaupliðir, fylgja taxta Starfs­greina­sam­bands­ins. „Við erum bein­tengd­ir við Starfs­greina­sam­bandið með hækk­an­ir þar og þurf­um ekki að semja um þær,“ seg­ir Val­mund­ur Val­munds­son að lok­um.

mbl.is