Rekstur Landspítala réttu megin við núllið?

Þau Runólfur Pálsson, Steinunn Sigurðardóttir og Sigmar Guðmundsson verða gestir …
Þau Runólfur Pálsson, Steinunn Sigurðardóttir og Sigmar Guðmundsson verða gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum í dag. Samsett mynd

Rekstur Landspítala verður í brennidepli í Spursmálum í dag. Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans hefur boðað komu sína í þáttinn og mun sitja fyrir svörum um rekstur stofnunarinnar sem svo oft áður hefur hlotið mikla gagnrýni í samfélaginu. Farið verður yfir nýjustu rekstrartölur spítalans úr nýútkominni ársskýrslu.

Þátturinn verður sýndur í beinu streymi hér á mbl.is kl. 14 í dag og er öllum aðgengilegur.

Einnig má búast við líflegri umræðu við yfirferð á helstu fréttum vikunnar. Að þessu sinni mæta þau Steinunn Sigurðardóttir, rithöfundur og nýkrýndur handhafi íslensku bókmenntaverðlaunanna, og Sigmar Guðmundsson alþingismaður, í settið til að rýna helstu fréttir vikunnar sem senn er á enda - fylgstu með því!

Ekki missa af eldheitri samfélagsumræðu í Spursmálum í beinu streymi á mbl.is alla föstudaga kl. 14.   

mbl.is