Rekstur Landspítala réttu megin við núllið?

Þau Runólfur Pálsson, Steinunn Sigurðardóttir og Sigmar Guðmundsson verða gestir …
Þau Runólfur Pálsson, Steinunn Sigurðardóttir og Sigmar Guðmundsson verða gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum í dag. Samsett mynd

Rekst­ur Land­spít­ala verður í brenni­depli í Spurs­mál­um í dag. Run­ólf­ur Páls­son for­stjóri Land­spít­al­ans hef­ur boðað komu sína í þátt­inn og mun sitja fyr­ir svör­um um rekst­ur stofn­un­ar­inn­ar sem svo oft áður hef­ur hlotið mikla gagn­rýni í sam­fé­lag­inu. Farið verður yfir nýj­ustu rekstr­ar­töl­ur spít­al­ans úr ný­út­kom­inni árs­skýrslu.

Þátt­ur­inn verður sýnd­ur í beinu streymi hér á mbl.is kl. 14 í dag og er öll­um aðgengi­leg­ur.

Einnig má bú­ast við líf­legri umræðu við yf­ir­ferð á helstu frétt­um vik­unn­ar. Að þessu sinni mæta þau Stein­unn Sig­urðardótt­ir, rit­höf­und­ur og nýkrýnd­ur hand­hafi ís­lensku bók­mennta­verðlaun­anna, og Sig­mar Guðmunds­son alþing­ismaður, í settið til að rýna helstu frétt­ir vik­unn­ar sem senn er á enda - fylgstu með því!

Ekki missa af eld­heitri sam­fé­lagsum­ræðu í Spurs­mál­um í beinu streymi á mbl.is alla föstu­daga kl. 14.   

mbl.is