Nýr Landspítali með afmarkaðra hlutverk en nú

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 5:39
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 5:39
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Yf­ir­völd gera ráð fyr­ir því að kostnaður við nýtt há­tækni­sjúkra­hús við Hring­braut muni verða 210 millj­arðar króna. Run­ólf­ur Páls­son, for­stjóri Land­spít­al­ans, seg­ir að um­gjör nýs spít­ala sé ekki hugsuð í kring­um hið víðfema hlut­verk sem hann gegn­ir nú. Því þurfi breyt­ing­ar að verða á starf­sem­inni og að byggja þurfi upp þjón­ustu utan hans, til þess að taka við ákveðnum bolt­um. Legu­rým­um mun ekki fjölga með til­komu ný­bygg­inga við Hring­braut.

Run­ólf­ur er gest­ur í nýj­asta þætti Spurs­mála.

„Stjórn­völd gera ráð fyr­ir því að hlut­verk spít­al­ans verði mun af­markaðra en í dag en ég var líka að segja að það á eft­ir að skapa þau úrræði sem eiga að taka við því,“ seg­ir Run­ólf­ur.

Hlaupa þarf hratt á næstu árum

- En hafa menn tíma, þið eruð að fara að taka spít­al­ann í gagnið 2030?

„Þannig að við þurf­um að hlaupa hratt næstu 5-6 árin.“

Nýr Landspítali rís nú af grunni við Hringbraut. Þar verða …
Nýr Land­spít­ali rís nú af grunni við Hring­braut. Þar verða ekki fleiri legu­rými en í nú­ver­andi aðstöðu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

- Eru það öldrun­ar­rým­in fyrst og fremst, eru þau stærsta málið?

„Nei ekki ein­göngu. Vegna þess að, þá er ég að tala um þessi hefðbundnu hjúkr­un­ar­rými eins og við þekkj­um þau í dag á hjúkr­un­ar­heim­il­un­um. Við þurf­um meiri þjón­ustu. Þeir ein­stak­ling­ar sem eru inn­an öldrun­arþjón­ustu Land­spít­ala í dag þeir þurfa í sum­um til­vik­um, tíma­bundið hið minnsta, meiri þjón­ustu held­ur en al­mennt er boðið upp á á þess­um hefðbundnu ís­lensku hjúkr­un­ar­heim­il­um.“

Run­ólf­ur seg­ir raun­ar að áskor­an­irn­ar hér á landi séu nokkuð með öðrum hætti en hjá mörg­um ná­grannaþjóða okk­ar.

„[...] Við erum með mjög sér­stak­ar aðstæður hérna á Íslandi, bæði vegna þess að bú­set­an er þannig að þorri þjóðar­inn­ar býr hér á höfuðborg­ar­svæðinu og í grennd­inni. Við erum með einn stór­an spít­ala sem er bak­hjarl allra. Á sama tíma eru heil­brigðisþjón­usta og kröf­ur til sjúkra­húsþjón­ustu hafa auk­ist mjög mikið. Fólki fjölg­ar gríðarlega þannig að við þurf­um að ein­beita okk­ur að því að veita þjón­ustu á mis­mun­andi þjón­ustu­stig­um sem eru við hæfi. Með öðrum orðum, ef við ætl­um að nýta sjúkra­hús eins og Land­spít­al­ann til að veita mjög víðtæka þjón­ustu áfram þá verður hún kostnaðarsam­ari en ella þegar um er að ræða létt­væg­ari vanda­mál sem hægt væri að leysa á öðrum vett­vangi. Þannig að það er bara verk að vinna í þessu,“ seg­ir Run­ólf­ur.

Og hann seg­ir brýnt að fara vel með skatt­fé al­menn­ings.

„Og stýr­ing heil­brigðisþjón­ustu er mjög krefj­andi mál. Því við erum að greiða fyr­ir þessa þjón­ustu að stærst­um hluta úr vasa skatt­greiðenda. Við verðum að fara vel með það fé. En stóra áskor­un­in til viðbót­ar er skort­ur á mannafla, semsagt fag­fólk, að hafa nægi­lega mikið af því. Við get­um reist hérna hin og þessi hjúkr­un­ar­heim­ili og við get­um reist jafn­vel ann­an spít­ala en við verðum líka að manna þess­ar stofn­an­ir.“

Leita þarf margskon­ar lausna

- Er þetta óleyst­ur vandi?

„Ég hef mikl­ar áhyggj­ur af því. Þetta er vandi um víða ver­öld.“

- Er þetta ekki vandi um all­an heim?

„Þetta er um all­an heim. En það eru marg­ar hliðar á því vanda­máli líka. Við ger­um miklu meira en áður. Og við ger­um meiri kröf­ur til heil­brigðisþjón­ust­unn­ar. Við þurf­um fleiri til að sinna störf­un­um. Það hafa orðið viðhorfs­breyt­ing­ar gagn­vart störf­um. Ef þú ferð nokkra ára­tugi aft­ur í tím­ann þá var þetta ligg­ur við lífs­stíll að starfa við þetta og fólk vann mjög lang­an dag. Það eru til mjög skýr dæmi um það varðandi lengd vakta og svo fram­veg­is. Það er búið að stytta vinnu­tíma þannig að við þurf­um mun fleiri starfs­menn. Við höf­um ekki haft tök á því, frek­ar en aðrir til að mennta nægi­lega marga til að taka við. Þá þurf­um við aðrar lausn­ir til að geta samt veitt þjón­ust­una. Við þurf­um líka að tryggja gæði og svo fram­veg­is. Það get­ur verið erfitt að koma þessu öllu við,“ seg­ir Run­ólf­ur.

Byggja upp fram­halds­nám inn­an­lands

„Við Íslend­ing­ar erum í erfiðari stöðu held­ur en marg­ir aðrir. Við spjöruðum okk­ur ótrú­lega vel hér á árum áður þrátt fyr­ir að lækn­ar hafi til að mynda þurft að fara er­lend­is í öll­um til­vik­um til að stunda fram­halds­nám, skiluðu sér heim. Það er ekk­ert sjálf­gefið. Nú erum við að byggja upp sér­nám hérna á Íslandi í þess­um helstu grein­um lækn­inga til að mæta þörf­inni í framtíðinni. Við þurf­um áfram á því að halda að fram­halds­nám haldi áfram er­lend­is líka.“

- Til að sækja þekk­ing­una út?

„Já. En það eru til ýms­ar aðrar leiðir líka. Það hafa skap­ast fleiri heil­brigðis­stétt­ir en þess­ar hefðbundnu. Við þurf­um að nýta þeirra starfs­krafta líka eins vel og við mögu­lega get­um. Færa jafn­vel til verk­efni ef við erum með ónóg­an fjölda starfs­manna á ákveðnum sviðum. Við þurf­um að leita allskon­ar lausna til að ráða við þenn­an vanda. Mér finnst fólk ekki gera sér nægi­lega grein fyr­ir hversu stór áskor­un þetta er í raun.“

Vill ekki segja vand­ann óleys­an­leg­an

- Er þetta óleys­an­legt?

„Ég vil nú aldrei segja það. En auðvitað erum við líka að þróa tækni­leg­ar lausn­ir. En það er mik­ill mis­skiln­ing­ur ef menn halda það að með því að þróa smá­for­rit og hug­búnað af ýmsu tagi að þá get­um við bara fellt niður störf tuga og hundruða starfs­manna. Eitt af því sem er mik­il áskor­un við það er sú að þess­ar lausn­ir bæti ekki bara þjón­ustu held­ur dragi líka úr mannaflaþörf. Stund­um þegar verið er að inn­leiða svona lausn­ir þá eyk­ur það álagið hjá starfs­fólki. Þetta er bara til marks um það hvað þetta er flókið mál. Eitt af því sem við get­um verið stolt af á Land­spít­ala er að fjöldi t.a.m. hjúkr­un­ar­fræðinga, sjúkra­liða, lækna, jókst ekki þrátt fyr­ir þessa starf­sem­is­aukn­ingu.“

- Þannig að fólk er að leysa fleiri stór­verk­efni af hendi?

„En það sjá það all­ir að við get­um ekki haldið enda­laust áfram þannig og með ein­hverj­um tækni­lausn­um og svo­leiðis á næstu árum og bara haldið áfram að auka þjón­ust­una í takt við þörf­ina. Við þurf­um hend­ur og fæt­ur líka.“

Viðtalið við Run­ólf Páls­son má sjá og heyra í heild sinni hér:

mbl.is